Stuðlum að því að Ísland sé ákjósanlegur áfangastaður um ókomna tíð
Árið 2016 áttu Festa, SAF og Íslenski ferðaklasinn nokkra fundi þar semrætt var samstarf um samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu en þessir aðilar stóðu m.a að vinnustofu um Ábyrga ferðaþjónustu í janúar 2016. Í framhaldi ákváðu Ferðaklasinn og Festa að vinna saman að framkvæmd hvatningarátaks um ábyrga ferðaþjónustu og það skyldi gert í samstarfi við sem flesta aðila ferðaþjónustunnar. Úr varð að ári síðar eða 10.janúar 2017 skrifuðu yfir 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.
Árið 2019 dró Festa sig til baka sem framkvæmdaraðili að verkefninu, enda það komið í hendur kröftugra samstarfsaðila í ferðaþjónustu.
Horft er til þess að fyrirtækin setji sér markmið í neðangreindum atriðum en sérstakt fræðsluprógramm hefur einnig verið keyrt til samræmis við þessa flokka og til þess að auðvelda fyrirtækjum að yfirfæra þekkingu og læra af hvert öðru.
SAF
Stjórnstöð ferðamála
Ferðamálastofa
Íslandsstofa
Markaðsstofur landshlutanna
Höfuðborgarstofa
Safe Travel
Íslenski ferðaklasinn er megin framkvæmdaraðili Ábyrgrar ferðaþjónustu í dag. Festa telur Ábyrga ferðaþjónustu með mikilvægari hreyfiaflsverkefnum í íslensku atvinnulífi og styðjur heilshugar áfram við verkefnið, þó svo að framkvæmd þess sé ekki lengur á borði Festu. Festa lítur á það sem hlutverk sitt að hreyfa við þar sem betur má fara í átt að sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Við erum afar fámenn skrifstofa en höfum komið að stofnun hvatningar- og hreyfiaflsverkefna sem þessa og fögnum því þegar slík verkefni fara í hendur lykilaðila á viðkomandi sviði, í þessu tilfelli ferðaþjónstunni.
Ferðaþjónustan á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar.
Í ferðaþjónustunni eru margar áskoranir sem snúa að samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má telja aukinn ágang á náttúruna, að réttindi starfsfólks séu virt, að nærsamfélögin sem ferðamenn heimsækja fái sanngjarnan skerf af ávinningnum og ekki síst að öryggi ferðamanna sé tryggt og þeim veitt góð þjónusta.
Við undirrituð ætlum að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:
Við munum setja okkur markmið um ofangreinda þætti, mæla og birta reglulega upplýsingar um árangur fyrirtækisins.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is