Heilindi   Hvatning   Samvinna

Stefna

Festu

FÓLK    JÖRР   HAGSÆLD

Markmið okkar er að hafa auðgandi áhrif á umhverfi og samfélag. Festa - miðstöð um sjálfbærni eru frjáls félagasamtök þar sem einu hagsmunir eru sjálfbærni. 


Tæplega 200 fyrirtæki, sveitafélög og stofnanir mynda samfélag Festu.


Stefnan var síðast endurnýjuð haust 2024.

Hlutverk

Við sköpum aðildarfélögum fjölbreyttan samvinnuvettvang til að mæta kröfum og grípa tækifæri sem bíða okkar í sjálfbærnimálum

Framtíðarýn

Við trúum á framtíð þar sem framtak aðildarfélaga Festu hefur skilað sér í sjálfbæru samfélagi - fyrir fólk, hagsæld og náttúru

Leiðarljós

Við teiknum upp skýra og hraða vegferð í átt að sjálfbærum rekstri fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru stutt komin og erum leiðarljós í formi innblásturs og praktískra lausna.




Stuðningur

Við erum félagi fyrir stóru fyrirtækin sem eru komin vel á veg í sinni sjálfbærnivegferð og fylgja þeirra framþróun eftir með því að bjóða stuðning og umræðuvettvang eftir því sem málefnin þróast áfram.



Sjálfbærnileiðtogi

Við leggjum áherslu á þrjár stoðir sjálfbærni og erm með breiðan hóp virkra þátttakenda í okkar starfi frá ýmsum hliðum reksturs.







Samtal

Við viljum vera vettvangur fyrir samtal við stjórnvöld á hlutlausan, jákvæðan og lausnamiðaðan máta.

Brúarsmiður

Við erum sýnileg í samfélaginu sem sterk rödd sjálfbærni og drögum úr skautun í umræðunni.





Félagsskapur

Við bjóðum upp á eftirsótt og vandað félagastarf fyrir samfélag Festu þar sem við sköpum öruggt rými til að læra hvert af öðru.




Share by: