Hlutverk
Við sköpum aðildarfélögum fjölbreyttan samvinnuvettvang til að mæta kröfum og grípa tækifæri sem bíða okkar í sjálfbærnimálum
Framtíðarýn
Við trúum á framtíð þar sem framtak aðildarfélaga Festu hefur skilað sér í sjálfbæru samfélagi - fyrir fólk, hagsæld og náttúru
Leiðarljós
Við teiknum upp skýra og hraða vegferð í átt að sjálfbærum rekstri fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru stutt komin og erum leiðarljós í formi innblásturs og praktískra lausna.
Stuðningur
Við erum félagi fyrir stóru fyrirtækin sem eru komin vel á veg í sinni sjálfbærnivegferð og fylgja þeirra framþróun eftir með því að bjóða stuðning og umræðuvettvang eftir því sem málefnin þróast áfram.
Sjálfbærnileiðtogi
Við leggjum áherslu á þrjár stoðir sjálfbærni og erm með breiðan hóp virkra þátttakenda í okkar starfi frá ýmsum hliðum reksturs.
Samtal
Við viljum vera vettvangur fyrir samtal við stjórnvöld á hlutlausan, jákvæðan og lausnamiðaðan máta.
Brúarsmiður
Við erum sýnileg í samfélaginu sem sterk rödd sjálfbærni og drögum úr skautun í umræðunni.
Félagsskapur
Við bjóðum upp á eftirsótt og vandað félagastarf fyrir samfélag Festu þar sem við sköpum öruggt rými til að læra hvert af öðru.