Hvar byrja ég?

Leið­ar­vís­ir


Hvar er best að byrja?


Það eru marg­ar og ólík­ar leið­ir sem standa okk­ur til boða á sjálf­bærniveg­ferð­inni. Skref­in eru bæði stór og lít­il, öll hafa þau áhrif .

Veldu þér þína leið

Mikilvægt er að hefja vegferðina til sjálfbærni sem allra fyrst. En hvernig er sjálfbærni í framkvæmd? Hvernig er hægt að innleiða sjálfbærni í daglegan rekstur fyrirtækja og stofnana?


Hægt er að fara mismunandi leiðir — mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir finni leið sem hentar.


Hvar liggja styrkleikar þíns fyrirtækis, sveitafélags eða stofnunar þegar kemur að sjálfbærni? Fyrsta skrefið er að staldra við og meta það.


Þegar að því kemur getur verið gott að líta til aðferðarfræði sjálfbærni mikilvægisgreininga (e. materiality assessment).


Stundum er svo miklu meira gert en við áttum okkur á. Svo áttum við okkur líka á því, að hægt sé að gera svo miklu, miklu betur.


Við hjá Festu tökum fagnandi á móti þér og þínu fólki til að ræða fyrstu skrefin og hvernig þið getið gert enn betur. Tækifærin eru endalaus. Líttu á þetta sem kjörið tækifæri til þess að skerpa á samkeppnisforskotinu.


Hér er einungis lítið brot að af þeim tækjum og tólum sem hægt er að nota við innleiðingu á sjálfbærni í daglegan rekstur.


Hér má nálgast lista yfir ráðgjafa í sjálfbærni.


Veldu þér þína leið

Mikilvægt er að hefja vegferðina til sjálfbærni sem allra fyrst. En hvernig er sjálfbærni í framkvæmd? Hvernig er hægt að innleiða sjálfbærni í daglegan rekstur fyrirtækja og stofnana?


Hægt er að fara mismunandi leiðir — mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir finni leið sem hentar.


Hvar liggja styrkleikar þíns fyrirtækis, sveitafélags eða stofnunar þegar kemur að sjálfbærni? Fyrsta skrefið er að staldra við og meta það.


Þegar að því kemur getur verið gott að líta til aðferðarfræði sjálfbærni mikilvægisgreininga (e. materiality assessment).


Stundum er svo miklu meira gert en við áttum okkur á. Svo áttum við okkur líka á því, að hægt sé að gera svo miklu, miklu betur.


Við hjá Festu tökum fagnandi á móti þér og þínu fólki til að ræða fyrstu skrefin og hvernig þið getið gert enn betur. Tækifærin eru endalaus. Líttu á þetta sem kjörið tækifæri til þess að skerpa á samkeppnisforskotinu.


Hér er einungis lítið brot að af þeim tækjum og tólum sem hægt er að nota við innleiðingu á sjálfbærni í daglegan rekstur.


Science Based Targets Initiative (Vísindaleg viðmið fyrir lofslagsmarkmið fyrirtækja)

Vísindaleg viðmið fyrir lofslagsmarkmið fyrirtækja - leiðbeiningar

Vegvísir um líffræðilega fjölbreytni

Um langt skeið hafa þau skref sem tekin hafa verið í þágu umhverfisins á vettvangi atvinnulífsins að mestu tengst áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Þó er áhersla á verndun líffræðilegrar fjölbreytni að aukast, enda er verndun lífríkisins ein brýnasta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir.



Í október 2023 gaf Festa út vegvísir um líffræðilega fjölbreytni til þess að styðja íslenskt atvinnulíf í því að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Vegvísinn má nálgast á hlekknum hér að neðan.


Vegvísir um líffræðilega fjölbreytni

Vegvísir um lög og upplýsingagjöf

Árið 2022 fór fram ítarleg vinna með fólki úr samfélagi Festu og tengdum aðilum.


Afrakstur vinnunnar skilar sér í vegvísi í tengslum við sjálfbærnilöggjöf Evrópusambandsins (ESB) og EES samningsins.


Vegvísirinn nær yfir nýmæli í löggjöf og aðferðafræði um sjálfbæran rekstur fyrirtækja og ábyrgar fjárfestingar. Reglugerðir Evrópusambandsins, frumvörp sem kynnt hafa verið varðandi innleiðingu gerða ESB hér á landi, auk annars hagnýts efnis má finna í vegvísinum. Fókusinn er á hlutverk fjármagns sem hreyfiafl á sjálfbærnivegferð fyrirtækja í raunhagkerfinu.

Vegvísir um lög og reglur Byrjunarpunkur fyrir sjálfbærniupplýsingagjöf

Loftslagsmælir og handbók Festu

Fyrirtæki geta dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takið þannig þátt í baráttunni við hamfarahlýnun og unnið að framgangi heimsmarkmiðann.


Aðgerðir fyrirtækja, sveitafélaga og stofnana í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við markmið Íslands að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.


Loftslagsmælir Festu er þér að kostnaðarlausu. Hann var hannaður og uppfærður af fyrirtækjum og Reykjavikurborg og er í samræmi við alþjóðlega og innlenda staðla.


Mælirinn má nálgast í vefútgáfu á ClimatePulse.is og er afar einfaldur í notkun og hverju skrefi fylgja leiðbeingar tengdar þeim upplýsingum sem skrá þarf inn. Mælinum fylgir þá ítarlegt kennslumyndband og reynslusögur fyrirtækja sem hafa hafið sína vegferð.


Loftslagsmælir Festu er hugsaður sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í loftlagsaðgerðum og mælingum. Mælirinn byggir á alþjóðlega viðurkenndum mælikvörðum og er aðlagaður að íslensku umhverfi.


Þegar búið er að svara spurningunum færðu samantektarskýrslu og getur valið að deila niðurstöðunum með Festu.


Fræðsluefni um loftslagsaðgerðir – framleitt af Festu fyrir styrk frá Loftslagssjóði

Kennslu­mynd­band þar sem Sæv­ar Helgi Braga­son leið­ir þig skref fyr­ir skref í gegn­um notk­un á Lofts­lags­mæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kol­efn­is­spor og hvar nálg­ast þú þau?


Af hverju er mik­il­vægt að draga úr og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri og hvar byrj­um við? Fræðslu­mynd­band þar sem Festa fékk til liðs við sig sér­fræð­inga frá fimm ólík­um að­ild­ar­fé­lög­um sín­um sem lýsa í ör­fá­um orð­um sinni veg­ferð þeg­ar kem­ur að því að setja sér stefnu í lofts­lags­mál­um og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri.


Hand­bók fyr­ir smærri fyr­ir­tæki – Stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um og mæl­ing­ar á kol­efn­is­spori. Hvar byrj­ar þú þína veg­ferð og hvernig trygg­ir þú að að­gerð­ir séu mark­viss­ar og skili ár­angri. Hnit­mið­uð hand­bók sem er af­ar ein­föld í notk­un.


Öll gögn fræðslupakk­ans og að­gang­ur að Lofts­lags­mæli Festu eru op­in öll­um og án end­ur­gjalds.

Loftslagsmælir Festu - ClimatePulse.is Kennslumyndband - Loftslagsmælir Festu skref fyrir skref Reynslan af notkun Loftslagsmæli Festu - reynslusögur fyrirtækja ( myndband) Loftslagsmælir Festu - excel (uppfærður í maí 2024) Stefnumótun í loftslagsmálum - handbók

Vera - sjálfbærniviðmót Creditinfo

Vera aðstoðar fyrirtæki að miðla upplýsingum um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti í rekstri til hagaðila á samræmdan máta. Hægt er að sækja ítarlega skýrslu á þjónustuvef Creditinfo um sjálfbærniþætti fyrirtækja auk þess sem að hægt er að yfirfara og uppfæra með einföldum hætti upplýsingar um eigið fyrirtæki á Mitt Creditinfo.


Haustið 2023 fékk Vera uppfærslu. Þar má helst nefna sjálfbærnibirgjamat, þar sem 200 stærstu félög landsins hafa svarað ítarlegum spurningalista á sviði sjálfbærni og uppfært líkan fyrir áætlaða losun gróðurhúsalofttegunda, en Vera inniheldur losunartölur fyrir þau félög sem hafa birt slíkar upplýsingar.

Vera - sjálfbærniviðmót Creditinfo

UN Global Compact er samfélagssáttmáli fyrirtækja og Sameinuðu þjóðanna.


Fyrirtæki sem gerast þáttakendur að UN Global Compact, gera hagaðilum sínum grein fyrir samfélagsstefnu sinni með reglulegri upplýsingagjöf. Þátttakendur skuldbinda sig til skila á árlegri stöðuskýrslu (samfélagsskýrslu) sem svo er aðgengileg á vefsvæði Global Compact.


Global Compact byggir á 10 viðmiðum sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Þá skuldbinda þátttakendur sig til að vinna að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.


Global Compact Academy er lifandi fræðsluvettvangur sem er opin fyrir þátttakendur. Þar má nálgast fræðsluefni, námskeið og kennslustundir sem fyrirtæki geti nálgast án endurgjalds og deilt á sína starfsmenn að vild.


Nánari upplýsingar má nálgast á globalcompact.is.


Hér má sjá þá íslensku aðila sem eru þáttakendur í Global Compact. Festa hefur verið þátttakandi frá árinu 2012.


Í lok árs 2022 var ákveðið að ráða svæðisstjóra UN Global Compact á Íslandi með áformum um að auka áhrif framtaksins á Íslandi.

GRI - alþjóðlegir staðlar

GRI eru al­þjóð­lega við­ur­kennd­ir staðl­ar um miðl­un upp­lýs­inga um sam­fé­lags­lega ábyrgð og eru not­að­ir í yf­ir 100 lönd­um. 80% af 250 stærstu fyr­ir­tækj­um heims nota GRI og vinn­ings­haf­ar Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins á Ís­landi 2018 og 2019 byggðu skýrsl­ur sín­ar á GRI.


GRI eru al­mennt tald­ir víð­tæk­ustu og ná­kvæm­ustu staðl­arn­ir til að halda ut­an um efna­hags­leg, um­hverf­is­leg og fé­lags­leg áhrif fyr­ir­tækja og stofn­ana.


Þau sem ekki hafa tök á að leggja í útgáfu á skýrslu sem fylgir öllum skilyrðum GRI staðla geta farið þá leið að gefa út skýrslu sem tekur mið af stöðlunum, e. with the reference to the GRI standards. Nánar um hvað felst í því má nálgast hér: GRI 1_ Foundation 2021.pdf

Hér fyrir neðan má nálgast íslenska þýðingu á stöðlunum. Þýðingin er unnin af Staðlaráði Íslands í samráði við Festu. ISAVIA, eitt af aðildarfélögum Festu, fjármagnaði uppfærða þýðingu (2020) ásamt því að leggja til ómetanlega aðstoð sérfræðinga sinna við yfirlestur og uppsetningu.



  • Þá er ekki lengur til staðar sá möguleiki að gefa út skýrslu eftir tveimur flokkum líka og áður, það er: core eða comprehensive. 
GRI staðlar - íslensk þýðing (excel) GRI staðlar - íslensk þýðing (pdf)

Hringrásarhagkerfið

ISO/TC 323 Fiðrildamódelið - hvernig virkar hringrásarhagkerfið? (íslenska) How Society Can Re-think Progress? / Hvernig endurhugsum við framleiðslu og neyslu? The Circular Economy: A Simple Explanation (TedX)

Verkfærakista – innleiðing og stefnumótun


Víðtækt norrænt samstarfsverkefni, CIRCit, þróaði verkfærakistu fyrir norræn fyrirtæki til að greiða þeim leið að hringrás í rekstri. Hér má nálgast þessa verkfæra kistu en hún samanstendur af vinnubókum og stefnumótunarskjölum sem skiptast í sex ólíka þætti.


______________________________________


Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn

Grænni byggð hefur tekið saman áhugavert efni um hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðinn sem má nálgast hér.

Þá hefur Grænni byggð í samstarfi við Mannvirkjastofnun gefið út ítarlegan bækling um efnið og má nálgast hann hér.

 

_____________________________________________________


Mælum með þessum handbókum og efnisveitum sem snúa að hringrásarhagkerfinu:


Verkfærakista CIRCit - innleiðing hringrásar í rekstur Hvernig hönnum við í hringrás? Circular Design Guide Hringrás og líffræðilegur fjölbreytileiki - handbók frá The Ellen MacArthur Foundation Circular economy business models for the manufacturing industry - SITRA Finland Hringrásar viðskiptamódel - stefnumótun Financing the circular economy - Leiðarvísir Nordic Circular Hotspot Ganbatte - gagnatól fyrir hringrásarhagkerfið Nordic Circular Economy Playbook Kennslumyndbönd sem fylgja handbókinni

Íslenskur staðall um samfélagsábyrgð

ÍST ISO 26000 veitir leiðbeiningar um meginreglur samfélagslegrar ábyrgðar. Staðallinn er ekki vottunarstaðall heldur er leiðbeinandi. Hann undirstrikar mikilvægi árangurs og umbóta á frammistöðu að því er varðar samfélagslega ábyrgð.




Grænu skrefin

Græn skref í ríkisrekstri er hvatakerfi fyrir allar framsæknar og ábyrgar stofnanir ríkisins.



Loftslagsmælir fjármálafyrirtækja

Alþjóðlegur loftslagsmæli PCAF Standard

Atvinnulífið og fólk með skerta starfsgetu

Fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér ýmsar leiðir til að styðja við atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu. Hér er mikilvægt að líta bæði til þess að móta störf sem henta einstaklingum með skerta starfsgetu og að bjóða upp á fjölbreytt hlutastörf.


Ákvæði í lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar  tóku gildi 13. júlí 2022 og banna m.a. mismunun á grundvelli fötlunar í tengslum við vörukaup og þjónustu og auglýsingar. Ófullnægjandi viðeigandi aðlögun gagnvart fötluðu fólki er líka ólögleg mismunun samkvæmt lögunum.


Hér liggja tækifæri í að efla menningu og fjölbreytni á vinnustað og þannig efla samfélagið sem heild.


Nokkrar leiðir sem líta má til:







Share by: