Hvar byrja ég?

Leið­ar­vís­ir


Hvar er best að byrja?


Það eru marg­ar og ólík­ar leið­ir sem standa okk­ur til boða á sjálf­bærniveg­ferð­inni. Skref­in eru bæði stór og lít­il, öll hafa þau áhrif.

Veldu þína leið

Mikilvægt er að hefja vegferðina til sjálfbærni sem allra fyrst. En hvernig er sjálfbærni í framkvæmd? Hvernig er hægt að innleiða sjálfbærni í daglegan rekstur fyrirtækja og stofnana?


Hægt er að fara mismunandi leiðir — mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir finni leið sem hentar.


Hvar liggja styrkleikar þíns fyrirtækis, sveitafélags eða stofnunar þegar kemur að sjálfbærni? Fyrsta skrefið er að staldra við og meta það.


Þegar að því kemur getur verið gott að líta til aðferðarfræði sjálfbærni mikilvægisgreininga (e. materiality assessment).


Stundum er svo miklu meira gert en við áttum okkur á. Svo áttum við okkur líka á því, að hægt sé að gera svo miklu, miklu betur.


Við hjá Festu tökum fagnandi á móti þér og þínu fólki til að ræða fyrstu skrefin og hvernig þið getið gert enn betur. Tækifærin eru endalaus. Líttu á þetta sem kjörið tækifæri til þess að skerpa á samkeppnisforskotinu.


Hér er einungis lítið brot að af þeim tækjum og tólum sem hægt er að nota við innleiðingu á sjálfbærni í daglegan rekstur.


Hér má nálgast lista yfir ráðgjafa í sjálfbærni.

Share by: