UN Global Compact er samfélagssáttmáli fyrirtækja og Sameinuðu þjóðanna.
Fyrirtæki sem gerast þáttakendur að UN Global Compact, gera hagaðilum sínum grein fyrir samfélagsstefnu sinni með reglulegri upplýsingagjöf. Þátttakendur skuldbinda sig til skila á árlegri stöðuskýrslu (samfélagsskýrslu) sem svo er aðgengileg á vefsvæði Global Compact.
Global Compact byggir á 10 viðmiðum sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Þá skuldbinda þátttakendur sig til að vinna að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Global Compact Academy er lifandi fræðsluvettvangur sem er opin fyrir þátttakendur. Þar má nálgast fræðsluefni, námskeið og kennslustundir sem fyrirtæki geti nálgast án endurgjalds og deilt á sína starfsmenn að vild.
Nánari upplýsingar má nálgast á globalcompact.is.
Hér má sjá þá íslensku aðila sem eru þáttakendur í Global Compact. Festa hefur verið þátttakandi frá árinu 2012.
Í lok árs 2022 var ákveðið að ráða svæðisstjóra UN Global Compact á Íslandi með áformum um að auka áhrif framtaksins á Íslandi.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is