Hvað er sjálfbærni?
Slík þróun snýst um að huga að efnahagslegum verðmætum um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið eða þau endurbyggð og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma. Markmið sjálfbærrar þróunar er að koma á sjálfbærni í samfélaginu í heild og á jörðinni.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gegna þá því hlutverki að draga saman þessar áherslur og eru í raun framkvæmdaráætlun í þágu sjálfbærrar þróunar mannkyns
Sjálfbærni- og samfélagsskýrslur
Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki séu með sterka sýn og ásetning þegar kemur að sjálfbærni. Upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja er því mjög mikilvæg. Fjárfestar, neytendur og reglugerðir gera sífellt meiri kröfu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og því verða viðurkenndar, alþjóðlegar aðferðir og mælikvarðar við að upplýsa um markmið og sýn fyrirtækja og annarra skipulagsheilda sífellt mikilvægari. Gæðin skipta þar öllu máli og gögnin þurfa að vera samanburðarhæf.
Á hverju ári veitir Festa, Viðskiptaráð og Stjórnvísi verðlaun við hátíðlega athöfn fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins. Kallað er eftir tilnefningum sem þriggja manna dómnefnd fjallar um.
Sjálfbærniskýrsla ársins (afhendingarár)
- 2018 – Landsbankinn
- 2019 – Isavia
- 2020 – Krónan
- 2021 – BYKO & Landsvirkjun
- 2022 – Lífeyrissjóður verslunarmanna og PLAY
- 2023 – Marel
Hér til hægri á síðunni er hægt að nálgast þær skýrslur sem tilnefndar hafa verið.
Betri fjárfestingarkostur
Páll Harðarsson, fyrrverandi forstjóri Nasdaq Iceland, hefur sagt að samfélagsleg ábyrgð, mælingar og samfélagsskýrslur geta skipt sköpum fyrir aðgengi að fjármagni. Hann hefur ennfremur sagt að fyrirtæki sem iðka samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru ,,betri fjárfestingarkostur til lengri tíma og að slíkar fjárfestingar fela í sér minni áhættu.”
Skilvirkur fjármálamarkaður er öflugt hreyfiafl
Rey
nsla
undangenginna ára sýnir að fyrirtæki sem setja sjálfbærni á oddinn njóta meiri velgengni en önnur fyrirtæki og fjárfesting í slíkum fyrirtækjum gefur heldur meira af sér. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir þessar niðurstöður. Fylgni er á milli sjálfbærni og rekstrarafkomu. Það skal því engan undra að fjárfestar séu farnir að veita þessu sambandi athygli. Þessi þróun er hughreystandi af því að skilvirkur fjármálamarkaður er eitt öflugasta hreyfiafl breytinga í samfélaginu.
Í Leiðarvísi Festu má nálgast upplýsingar um fjölda tækja og tóla sem nýta má við gerð sjálfbærni og samfélagsskýrslna.
Rafhlaðan rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns Íslands tekur skýrslur til vörslu og má þannig auka að þeim aðgengi og sögulegt gildi – skil fara fram hér. Ársskýrslur fyrirtækja falla undir lög um skylduskil sem útgefið efni sem ætlað er til dreifingar – nánari upplýsingar má nálgast hér..
Ráðgjafar
Hér má nálgast lista yfir ráðgjafa sem aðstoða fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar að innleiða sjálfbærni í stefnumótun, fjármögnun og aðgerðir.