Hvar byrja ég?
Leiðarvísir
Hvar er best að byrja?
Það eru margar og ólíkar leiðir sem standa okkur til boða á sjálfbærnivegferðinni. Skrefin eru bæði stór og lítil, öll hafa þau áhrif.
Vegvísir Festu um félagslega sjálfbærni
Vegvísir um líffræðilega fjölbreytni
Um langt skeið hafa þau skref sem tekin hafa verið í þágu umhverfisins á vettvangi atvinnulífsins að mestu tengst áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Þó er áhersla á verndun líffræðilegrar fjölbreytni að aukast, enda er verndun lífríkisins ein brýnasta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir.
Í október 2023 gaf Festa út vegvísir um líffræðilega fjölbreytni til þess að styðja íslenskt atvinnulíf í því að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Vegvísinn má nálgast á hlekknum hér að neðan.
Science Based Targets Initiative (Vísindaleg viðmið fyrir lofslagsmarkmið fyrirtækja)

Vegvísir um líffræðilega fjölbreytni
Um langt skeið hafa þau skref sem tekin hafa verið í þágu umhverfisins á vettvangi atvinnulífsins að mestu tengst áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Þó er áhersla á verndun líffræðilegrar fjölbreytni að aukast, enda er verndun lífríkisins ein brýnasta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir.
Í október 2023 gaf Festa út vegvísir um líffræðilega fjölbreytni til þess að styðja íslenskt atvinnulíf í því að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Vegvísinn má nálgast á hlekknum hér að neðan.

Vegvísir um lög og upplýsingagjöf
Árið 2022 fór fram ítarleg vinna með fólki úr samfélagi Festu og tengdum aðilum.
Afrakstur vinnunnar skilar sér í vegvísi í tengslum við sjálfbærnilöggjöf Evrópusambandsins (ESB) og EES samningsins.
Vegvísirinn nær yfir nýmæli í löggjöf og aðferðafræði um sjálfbæran rekstur fyrirtækja og ábyrgar fjárfestingar. Reglugerðir Evrópusambandsins, frumvörp sem kynnt hafa verið varðandi innleiðingu gerða ESB hér á landi, auk annars hagnýts efnis má finna í vegvísinum. Fókusinn er á hlutverk fjármagns sem hreyfiafl á sjálfbærnivegferð fyrirtækja í raunhagkerfinu.
Loftslagsmælir og handbók Festu
Fyrirtæki geta dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takið þannig þátt í baráttunni við hamfarahlýnun og unnið að framgangi heimsmarkmiðann.
Aðgerðir fyrirtækja, sveitafélaga og stofnana í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við markmið Íslands að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.
Loftslagsmælir Festu er þér að kostnaðarlausu. Hann var hannaður og uppfærður af fyrirtækjum og Reykjavikurborg og er í samræmi við alþjóðlega og innlenda staðla.
Mælirinn má nálgast í vefútgáfu á ClimatePulse.is og er afar einfaldur í notkun og hverju skrefi fylgja leiðbeingar tengdar þeim upplýsingum sem skrá þarf inn. Mælinum fylgir þá ítarlegt kennslumyndband og reynslusögur fyrirtækja sem hafa hafið sína vegferð.
Loftslagsmælir Festu er hugsaður sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í loftlagsaðgerðum og mælingum. Mælirinn byggir á alþjóðlega viðurkenndum mælikvörðum og er aðlagaður að íslensku umhverfi.
Þegar búið er að svara spurningunum færðu samantektarskýrslu og getur valið að deila niðurstöðunum með Festu.

Fræðsluefni um loftslagsaðgerðir – framleitt af Festu fyrir styrk frá Loftslagssjóði
Kennslumyndband þar sem Sævar Helgi Bragason leiðir þig skref fyrir skref í gegnum notkun á Loftslagsmæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kolefnisspor og hvar nálgast þú þau?
Af hverju er mikilvægt að draga úr og mæla kolefnisspor frá rekstri og hvar byrjum við? Fræðslumyndband þar sem Festa fékk til liðs við sig sérfræðinga frá fimm ólíkum aðildarfélögum sínum sem lýsa í örfáum orðum sinni vegferð þegar kemur að því að setja sér stefnu í loftslagsmálum og mæla kolefnisspor frá rekstri.
Handbók fyrir smærri fyrirtæki – Stefnumótun í loftslagsmálum og mælingar á kolefnisspori. Hvar byrjar þú þína vegferð og hvernig tryggir þú að aðgerðir séu markvissar og skili árangri. Hnitmiðuð handbók sem er afar einföld í notkun.
Öll gögn fræðslupakkans og aðgangur að Loftslagsmæli Festu eru opin öllum og án endurgjalds.
Vera - sjálfbærniviðmót Creditinfo
Vera aðstoðar fyrirtæki að miðla upplýsingum um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti í rekstri til hagaðila á samræmdan máta. Hægt er að sækja ítarlega skýrslu á þjónustuvef Creditinfo um sjálfbærniþætti fyrirtækja auk þess sem að hægt er að yfirfara og uppfæra með einföldum hætti upplýsingar um eigið fyrirtæki á Mitt Creditinfo.
Haustið 2023 fékk Vera uppfærslu. Þar má helst nefna sjálfbærnibirgjamat, þar sem 200 stærstu félög landsins hafa svarað ítarlegum spurningalista á sviði sjálfbærni og uppfært líkan fyrir áætlaða losun gróðurhúsalofttegunda, en Vera inniheldur losunartölur fyrir þau félög sem hafa birt slíkar upplýsingar.

UN Global Compact er samfélagssáttmáli fyrirtækja og Sameinuðu þjóðanna.
Fyrirtæki sem gerast þáttakendur að UN Global Compact, gera hagaðilum sínum grein fyrir samfélagsstefnu sinni með reglulegri upplýsingagjöf. Þátttakendur skuldbinda sig til skila á árlegri stöðuskýrslu (samfélagsskýrslu) sem svo er aðgengileg á vefsvæði Global Compact.
Global Compact byggir á 10 viðmiðum sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Þá skuldbinda þátttakendur sig til að vinna að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Global Compact Academy er lifandi fræðsluvettvangur sem er opin fyrir þátttakendur. Þar má nálgast fræðsluefni, námskeið og kennslustundir sem fyrirtæki geti nálgast án endurgjalds og deilt á sína starfsmenn að vild.
Nánari upplýsingar má nálgast á globalcompact.is.
Hér má sjá þá íslensku aðila sem eru þáttakendur í Global Compact. Festa hefur verið þátttakandi frá árinu 2012.
Í lok árs 2022 var ákveðið að ráða svæðisstjóra UN Global
Compact á Íslandi með áformum um að auka áhrif framtaksins á Íslandi.


GRI - alþjóðlegir staðlar
GRI eru alþjóðlega viðurkenndir staðlar um miðlun upplýsinga um samfélagslega ábyrgð og eru notaðir í yfir 100 löndum. 80% af 250 stærstu fyrirtækjum heims nota GRI og vinningshafar Samfélagsskýrslu ársins á Íslandi 2018 og 2019 byggðu skýrslur sínar á GRI.
GRI eru almennt taldir víðtækustu og nákvæmustu staðlarnir til að halda utan um efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg áhrif fyrirtækja og stofnana.
Þau sem ekki hafa tök á að leggja í útgáfu á skýrslu sem fylgir öllum skilyrðum GRI staðla geta farið þá leið að gefa út skýrslu sem tekur mið af stöðlunum, e. with the reference to the GRI standards. Nánar um hvað felst í því má nálgast hér: GRI 1_ Foundation 2021.pdf
Hér fyrir neðan má nálgast íslenska þýðingu á stöðlunum. Þýðingin er unnin af Staðlaráði Íslands í samráði við Festu. ISAVIA, eitt af aðildarfélögum Festu, fjármagnaði uppfærða þýðingu (2020) ásamt því að leggja til ómetanlega aðstoð sérfræðinga sinna við yfirlestur og uppsetningu.
- Athugið að GRI staðlar hafa verið uppfærðir eftir að íslenska þýðingin var gefin út og má nálgast nýjustu uppfærslu hér: GRI – Standards (globalreporting.org).
- Þá er ekki lengur til staðar sá möguleiki að gefa út skýrslu eftir tveimur flokkum líka og áður, það er: core eða comprehensive.

PRI
Principles of Responsible Investment (PRI) eru reglur um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar voru þróaðar af alþjóðlegum hópi stofnanafjárfesta í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og eiga að endurspegla mikilvægi umhverfis, samfélags og stjórnarhátta í fjárfestingum fjárfesta.
PRI hljóðvarp – “The PRI podcast offers an insight into the world of responsible investment, with investor perspectives and discussion on a range of environmental, social and governance (ESG) topics.”
Stefnumótunartól PRI
– “The PRI proposes a five-part framework for investors that are seeking to understand the real-world outcomes of their investments, and to shape those outcomes in line with the SDGs. “

Heimsmarkmiðin
Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Með henni er leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og mælt er með því að fyrirtæki og stofnanir innleiða þau í starfsemi sína. Hægt er að velja sér eitt markmið eða fleiri, en öll tengjast þau innbyrðis.
Festa leggur sig fram við að tengja öll sín verkefni við framgang heimsmarkmiðanna.
Hér má nálgast upplýsingar og tengingar við innleiðingar tól og tæki tengd heimsmarkmiðunum.

UFS (ESG) leiðbeiningar kauphallar Nasdaq
Hringrásarhagkerfið
Línuleg hagkerfi og viðskiptamódel þeim tengdum eru að færast yfir í hringrásarhagkerfi.
- Fræðslumiðstöð The Ellen Macarthur foundation stendur einna fremst í heimi þegar kemur að því að standa að rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis um hringrásarhagkerfið.
- Hvað er hringrásarhagkerfið? Hér svarar The Ellen Macarthur foundation því í máli og myndum.
Festa gegnir því hlutverki að tengja saman íslenska aðila þegar kemur að norræna hringrásarsamstarfs vettvanginum Nordic Circular Hotspot.
Á heimasíðu Nordic Circular Hotspot má nálgast upplýsingar um fjölbreytta viðburði sem samtökin standa fyrir. Vorið 2021 opnuðu samtökin fyrir rafrænan gangagrunn og tengslanet, Nordic Circular Arena, þar sem áhugasemir geta nálgast fræðslu um norræna hringrás og tengst aðilum sem eru á sömu vegferð.
_____________________________________
Nýr ISO staðall um hringrásarhagkerfið kom út í júlí 2023
Um er að ræða fyrsta staðalinn um hringrásarhagkerfið. Hægt er að kynna sér hann betur á hlekknum hér að neðanISO/TC 323
Verkfærakista – innleiðing og stefnumótun
Víðtækt norrænt samstarfsverkefni, CIRCit, þróaði verkfærakistu fyrir norræn fyrirtæki til að greiða þeim leið að hringrás í rekstri. Hér má nálgast þessa verkfæra kistu en hún samanstendur af vinnubókum og stefnumótunarskjölum sem skiptast í sex ólíka þætti.
______________________________________
Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn
Grænni byggð hefur tekið saman áhugavert efni um hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðinn sem má nálgast hér.
Þá hefur Grænni byggð í samstarfi við Mannvirkjastofnun gefið út ítarlegan bækling um efnið og má nálgast hann hér.
_____________________________________________________
Mælum með þessum handbókum og efnisveitum sem snúa að hringrásarhagkerfinu:
Í upphafi árs 2021 gaf Nordic Innovation út ítarlega handbók um innleiðingu hringrásarhagkerfisins – The Nordic Circular Economy Playbook. Handbókin er á ensku og með henni fylgja ítarleg kennslumyndbönd.
“Do you want to drive circular change for your business? This playbook and supporting tools will provide you with in-depth understanding on how to achieve circular advantage for your company and business.
The
Nordic Circular Economy Playbook
can be leveraged by companies that want to better meet customer expectations and deliver customer outcomes. It is for you that wants to enable outcome-oriented solutions and new levels of efficiency through technology and digitalization. It will help you improve resource utilization and mitigate risk from regulatory, investor and societal pressures.”

Íslenskur staðall um samfélagsábyrgð
ÍST ISO 26000 veitir leiðbeiningar um meginreglur samfélagslegrar ábyrgðar. Staðallinn er ekki vottunarstaðall heldur er leiðbeinandi. Hann undirstrikar mikilvægi árangurs og umbóta á frammistöðu að því er varðar samfélagslega ábyrgð.

Grænu skrefin
Græn skref í ríkisrekstri er hvatakerfi fyrir allar framsæknar og ábyrgar stofnanir ríkisins.

Skylduskil á skýrslum til Landsbókasafns
Loftslagsmælir fjármálafyrirtækja
Project Drawdown - lausnir í loftslagsmálum

Raddir unga fólksins
Í lok árs 2020 framkvæmdi Festa hagaðila-greiningu þar sem útgangspunkturinn var: Hvað telja ungmenna (16-30 ára) mikilvægt þegar kemur að sjálfbærni vegferð íslenskra fyrirtækja?
Niðurstöður greiningarinnar má nálgast hér – Report_young-voice-for-sustainbility-in-the-private-sector.pdf (samfelagsabyrgd.is)
The Glasgow Financial Alliance for Net Zero
- framsetningu skuldbindinga í loftslagsmálum
- framleiðslugeirum sem vega þungt í losun gróðurhúsalofttegunda
- praktískum leiðum fyrir fjárfesta til að vinna með „raunhagkerfinu“ og
- leiðum til að þróa eignasöfn í átt að kolefnishlutleysi.
Að lokum sett fram ákall til G20 ríkjanna, um víðtækar og tafalausar aðgerðir.

Science Based Targets Initiative (Vísindaleg viðmið fyrir lofslagsmarkmið fyrirtækja)

Hagkerfi hagaðila, staðlar og mælieiningar. Measuring Stakeholder Capitalism.

Viðskipti og mannréttindi, leiðarvísir . Business and Human rights Navigator
United Nations Global Compact hefur sett saman stafræna fræðslu og leiðarvísi fyrir fyrirtæki: the Business & Human Rights Navigator til þess að aðstoða fyrirtæki við að átta sig betur á áhrifum sem þeirra starfsemi getur haft á mannréttindi og virðiskeðjur.

Atvinnulífið og fólk með skerta starfsgetu
Ákvæði í lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar tóku gildi 13. júlí 2022 og banna m.a. mismunun á grundvelli fötlunar í tengslum við vörukaup og þjónustu og auglýsingar.
Ófullnægjandi viðeigandi aðlögun gagnvart fötluðu fólki er líka ólögleg mismunun samkvæmt lögunum.
Nokkrar leiðir sem líta má til:
- Virk – starfsendurhæfingarsjóður – starfsendurhæfing býður upp á fjölbreytt aðstoð þegar kemur að því að ráða til sín einstaklinga með skerta starfsgetu. Virk styður við öll þau sem falla út af vinnumarkaði tímabundið þegar kemur að því að koma aftur til starfa.
- Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit – Individual placement and support (IPS) – er alltaf að festa sig betur í sessi hér á Íslandi sem og annars staðar en um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem hefur skilað góðum árangri þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga inn á vinnumarkaðinn. Hér má nálgast nánari upplýsingar Horft til framtíðar: IPS – Individual placement and support | VIRK Starfsendurhæfingarsjóður. Tengiliður við IPS hjá Virk er Anna Lóa Ólafsdóttir, annaloa@virk.is.
- Styrktarfélagið Ás hefur nývarið farið af stað með verkefnið Project Search sem miðar að því að greiða leið ungs fatlaðs fólks inná vinnumarkað. Þarna er áhersla á starfnám þar sem ungur einstaklingur kemur inní fyrirtæki sem starfsnemi í 9 mánaða tímabil og tekur þar sín fyrstu skref á vinnumarkaði að loknu námi í framhaldsskóla.
- Nánar um upphaf verkefnins hér á landi – hlekkur: Ás styrktarfélag (styrktarfelag.is)
- Nánar um Project Search, en verkefnið á uppruna sinní Bandaríkjunum: hlekkur: Home – Project SEARCH
- Tengiliður við verkefnið: Valgerður Unnarsdóttir, valgerdur@styrktarfelagid.is
- Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið eru öflug hagsmunasamtök sem búa yfir mikill þekkingu um málefnið og bjóða fram aðstoð til fyrirtækja.
- Vinnumálastofnun tekur sérstaklega á móti einstaklingum með skerta starfsgetu og styðja þau við að finna störf við hæfi. Fyrirtæki og stofnanir geta því merkt þau störf sem þau auglýsa sérstaklega hjá þeim.
- Tengiliður við málaflokkinn: Laufey Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Ráðgjafar og vinnumiðlunarsvið Vinnumálastofnunar
- Alfreð. Þar mun verða hægt að setja sérstaklega inn störf fyrir einstaklinga með skerta starfgetu sem þá verða merkt flokkunum “Allir með”.
Viðskipti og mannréttindi, leiðarvísir . Business and Human rights Navigator
United Nations Global Compact hefur sett saman stafræna fræðslu og leiðarvísi fyrir fyrirtæki: the Business & Human Rights Navigator til þess að aðstoða fyrirtæki við að átta sig betur á áhrifum sem þeirra starfsemi getur haft á mannréttindi og virðiskeðjur.
