Fellowship program
Festa setti á stofn Aðildi – fellowship prógram árið 2021. Að vera valin Fellow hjá Festu felur í sér viðurkenningu fyrir störf, hugvit og trú á að viðkomandi muni láta til sín taka á sviði sjálfbærni. Aðildi fá tækifæri til að læra hratt og eiga samskipti við leiðandi aðila í íslensku samfélagi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.
Á árinu 2022 taka níu háskólanemar þátt í Aðildi sem unnið er í samstarfi við Össur
Heimurinn er að breytast hratt á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, heimsfaraldra, hlýnunar jarðar og annarra sjálfbærni áskorana. Þessu fylgja gríðarlega spennandi tækifæri á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs, ekki síður en áskoranir sem krefjast öflugs, framsýns og skapandi hugvits sem kallar ekki allt ömmu sína og tengir hiklaust saman geira og sérgreinar til að skynja tíðarandann sem best og finna lausnir á áskorunum.
Í upphafi árs 2021 setti Festa á laggirnar Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár. Markmiðið er að læra af leiðandi fyrirtækjum og stofnunum á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í íslensku atvinnulífi og nýta þekkinguna í verkefnum í námi.
Á árinu 2022 er Aðildi samstarfsverkefni Festu og Össurar, en Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á heilbrigðistæknisviði og var stofnaðili að Festu árið 2011. Össur hefur unnið markvisst að sjálfbærnis- og umhverfismálum allar götur síðan og náði þeim áfanga 2021 að verða kolefnishlutlaust
Á árinu 2022 eru 9 háskólanemendar þátttakendur í hóp Aðilda. Þetta eru nemendur sem hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu, spyrja gagnrýnið, heimspekilega og af erindi til þróunar í heiminum í dag.
Hvað er fellowship?
Festa setti á stofn Aðildi – Fellowship árið 2021. Að vera valin Aðildi hjá Festu felur í sér viðurkenningu fyrir störf, hugvit eða trú á að viðkomandi muni láta til sín taka á sviði sjálfbærni. Aðildi fá tækifæri til að læra hratt og eiga samskipti við leiðandi aðila í íslensku samfélagi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is