Árið 2023 litaðist af stórum breytingum í kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf, mikil gróska var í nýsköpun og enn fleiri fyrirtæki og einstaklingar stigu hugrökk skref í þágu sjálfbærni. Árið 2023 var jafnframt heitasta ár sögunnar, að minnsta kosti það heitasta síðustu 100 þúsund ár. Á árinu kom einnig út skýrsla sem sýndi að mannkynið hefur farið yfir sex af níu þolmörkum jarðar.
Á vettvangi Festu voru gefnir út tveir veigamiklir vegvísar, á annað tug viðburða voru haldnir, 15 aðildarfélög bættust í hópinn og stórt loftslagsleiðtogaverkefni var sett á lagnirnar. Þetta er aðeins brot úr starfi Festu á árinu 2023.
„Margt hefur þegar áunnist í sjálfbærnivegferð íslenskar fyrirtækja og samfélags. Á sama tíma stöndum við öll frammi fyrir miklum áskorunum sem mæta þarf af festu. Það er lykillinn í að virkja einnig vel þau tækifæri sem felast í vegferðinni. Festa leggur nú sem fyrr höfuðáherslu á að styðja aðildarfélögin á þeirri vegferð.“
Úr ávarpi Elvu Rakelar Jónsdóttur framkvæmdastjóra og Tómasar N. Möller formanns.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is