23.09.24

Umsögn Festu um aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum

Festa - miðstöð um sjálfbærni nýtti tækifærið til að senda inn umsögn um aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Í umsögninni fögnum samstarfi við atvinnulífið og virkjun einkageirans til sjálfbærra lausna. Við teljum þó mikilvægt að sumar aðgerðirnar séu útfærðar með skýrari hætti og að hagkvæmni verði tryggð með betri samþættingu við aðrar ríkisáætlanir. Þá leggur Festa áherslu á mikilvægi samtals milli stjórnvalda og atvinnulífs.

„Við finnum fyrir miklum áhuga og vilja hjá okkar aðildarfélögum að taka þátt og vera leiðandi afl í loftslagsaðgerðum. Við erum sannfærð um að með því að veita aðstoð á réttum stöðum og með lifandi samstarfi muni atvinnulífið gegna lykilhlutverki í að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Sem samtök sem helga sig sjálfbærni erum við hjá Festu í góðri stöðu til að brúa bilið milli hins opinbera og einkageirans og styðja við frekari útfærslu sumra aðgerða.“

Hér má lesa umsögnina í heild.

Share by: