28. 01 2021 - 10:00 - 13:00
Að lokinni útsendingu 28.janúar má nálgast ráðstefnuna í heild sinni hér.
Í ár er Festa 10 ára og í tilefni þess verður ráðstefnan einstaklega vegleg. Hún fer fram með rafrænum hætti, opin öllum án endurgjalds, þökk sé styrktaraðilum okkar Landsbankanum, Íslandsbanka, Verði – tryggingum, Landsvirkjun og Sænska sendiráðinu.
Með þessu viljum við opna þennan stærsta vettvang sjálfbærni og samfélagsábyrgðar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga.
Hvetjum ykkur til að skrá ykkur hér fyrir ofan (“Skrá mætingu”) og við sendum ykkur nánari upplýsingar og hlekki á efni tengt ráðstefnunni.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er The Great Reset eða Nýtt upphaf í anda áherslna hjá leiðandi stofnunum eins og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) og B Team sem eru leiðandi í þeim umbreytingum sem þurfa að verða á viðskipta- og stjórnarháttum á heimsvísu.
Þar einblínum við á að sú uppbygging sem blasir við okkur í kjölfar afleiðinga Covid-19 verði byggð á sjálfbærni, þar sem við byggjum upp atvinnulíf sem hugar að hag allra hagaðila.
Kynnið ykkur áherslur The Great Reset: B Team og World Economic Forum
Clearly, the will to build a better society does exist. We must use it to secure the Great Reset that we so badly need. That will require stronger and more effective governments, though this does not imply an ideological push for bigger ones. And it will demand private-sector engagement every step of the way.
Hér fyrir neðan má kynna sér dagskrá ráðstefnunnar og kynna sér nánar þann hóp sem mun koma að ráðstefnunni í ár.
Hlökkum til að takast á við Nýtt upphaf með ykkur!
Leiðtogar úr íslensku atvinnulífi sem munu rýna í Nýtt upphaf í íslensku samhengi í pallborðsumræðum:
Halla Tómasdóttir hefur frá árinu 2018 verið forstjóri hins einstaka B Team. B Team sem er alþjóðlegur sjálfbærni vettvangur áhrifafólks úr stjórnmálum og viðskiptalífinu. B Team var stofnað árið 2013 af Richard Branson, stofnanda Virgin Group, og Jochen Zeitz, þáverandi forstjóra Puma og í stjórn B Team sitja forstjórar frá mörgum stærstu fyrirtækjum heims, leiðtogar frá alþjóðasamtökum á borð við Sþ ásamt fyrrum þjóðarleiðtogum.
Halla hefur í gegnum tíðina starfað sem stjórnandi í atvinnulífinu, frumkvöðull og fjárfestir ásamt því að vera forsetaframbjóðandi. Hún hefur alla tíð lagt áherslu á að stíga fram sem tilgangsmiðaður, einlægur og hugrakkur leiðtogi sem talar fyrir réttlátum heimi fyrir alla.
Halla er co-chair hjá alþjóðlegu samtökunum Imperative 21, Imperative 21 – The Imperative of the 21st century is to RESET our economic system. Samtökin voru stofnuð af alþjóðlegum leiðtogum úr atvinnulífinu á árinu 2020 í þeim tilgangi að vinna að nýju upphafi, það er að endurræsa hagkerfi heimsins – „reset of our economy so that it works for everyone and for the long term“.
Halla hóf feril sinn sem stjórnandi í Bandaríkjunum hjá stórfyrirtækjum Mars og Pepsi Cola. Á ferli sínum hefur Halla komið víða við. Meðal annars kom hún að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leiddi verkefnið „Auður í krafti kvenna“, sem sett var á laggirnar árið 2000 til að efla atvinnusköpun fyrir konur.
Árið 2006 tók hún við stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og var hún fyrsta konan til að gegna því hlutverki. Halla sagði þar upp störfum til að stofna fyrirtækið Auði Capital. Auður Capital komst skaðlaust í gegnum efnahagshrunið árið 2008 og var eigið fé Auðar Capital metið á 1,1 milljarð króna árið 2010 og var félagið þá skuldlaust.
Í kjölfar hrunsins tók Halla virkan þátt í umræðum og verkefnum sem sneru að uppbyggingu Íslands. Halla var hluti af þeim hóp sem hrinti í framkvæmd Þjóðfundi árið 2009, þar sem slembiúrtak íslensku þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að ræða þau grunngildi og þá framtíðarsýn sem myndi varða leið uppbyggingar í kjölfar hrunsins.
Árið 2016 var Halla einn af frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Framboð Höllu vakti verðskuldaða athygli um allan heim þar sem þrátt fyrir að kannanir hafi lengi vel ekki spáð henni miklu fylgi þá hlaut hún á endum 30% atkvæða og lenti í öðru sæti með gott forskot á aðra frambjóðendur.
Nicole Schwab er einn af framkvæmdastjórum The Platform to Accelerate Nature-Based Solutions og 1t.org hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. Hún hóf feril sinn í stefnumótunarvinnu við uppbyggingu heilbrigðiskerfis á Andes svæðinu fyrir yfirvöld í Bolivíu og Alþjóðabankann. Nicole kom að stofnun vettvangsins Young Global Leaders innan Alþjóðaefnahagsráðsins, ásamt föður sínum Klaus Schwab stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins. Hún er í dag formaður stjórnar Young Global Leaders.
Árið 2009 stofnaði hún EDGE Certified Foundation, vottunarstaðal sem miðar að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, staðalinn er nú í notkun hjá yfir 250 alþjóðlegum fyrirtækjum í 40 löndum. Nicole hefur þá gengt hlutverki ráðgjafa og stefnumótunar sérðfræðings hjá félagasamtökum þar sem unnið er markvisst með tenginu umhverfismála og kynjajafnréttis, þar á meðal er National Geographic Society’s – Campaign for Nature. Árið 2014 gaf hún út verðlaunabókina The Heart of the Labyrinth.
Síðustu misseri hefur hún stýrt átaki World Economic Forum, The Platform to Accelerate Nature-Based Solutions, sem snýr meðal annars að því að atvinnulífið taki sér stöðu þegar kemur að því að hafa auðgandi áhrif (e. regenerate) á náttúrauðlindir. Þar vinnur hún að því að skapa skýra tengingu á milli loftslagsbreytinga og líffræðilegs fjölbreytileika og hvernig við getum tekið ábyrgð og verið hluti af lausninni. Þarna hefur hún bent á þau gífurlega tækifæri sem felast í “The Great Reset” í kjölfar Covid-19, tækifæri til að skapa breytingar og leggja fram lausnir.
John er „senior fellow“ hjá Brookings, senior ráðgjafi hjá United Nations Foundation, og stjórnarformaður Alþjóðlegu þróunarrannsóknarmiðstöðvarinnar (e. International Development Research Centre). Hann situr í ráðgjafanefnd UNICEF og stýrihóp stjórnvalda í Kanada um framtíðarsýn og stefnumótun. Hann er meðstofnandi „17 herbergja“ frumkvæðisins sem er nýstárleg leið til að hvetja til aðgerða sem miða að því að hraða framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
McArthur var áður forstjóri Millennium Promise, alþjóðlegra samtaka um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann var aðstoðarforstjóri UN Millennium Project, sjálfstæðu ráðgjafaráði Kofi Annans, fyrrverandi aðalritara Sþ. Ráðið hafði það hlutverk að ráðleggja við gerð aðgerðaráætlunar sem miðuð var að því að ná þúsaldarmarkmiðunum. Hann hefur víðtæka reynslu af því að leiða saman aðila í stefnumótun um allan heim, utan um þúsaldarmarkmiðin og nú heimsmarkmiðin.
Hann var þá forstjóri yfir stefnumálum hjá Earth Institute hjá Columbia háskóla. Kennari við Columbia háskóla, formaður alþjóðlegrar nefndar um menntun og sjálfbærni í verki, verkefnastjóri Global Competitiveness Report, vann við rannsóknir hjá Harvard stofnuninni um alþjóðlega þróun.
John McArthur lagði drög að þverfaglegu háskólanámi sem miðar að því að þjálfa kynslóð sjálfbærnisérfræðinga, námsleiðin er nú kennd í fimm heimsálfum. Hann var formaður Global Agenda Council hjá Alþjóðaefnahagsráðinu og situr nú í ráðgjafaráði Alþjóðaefnahagsráðsins um sjálfbærni og samkeppnishæfni. Þá á hann sæti í alþjóðlegu framtíðarráði Alþjóðaefnahagsráðsins sem er með fókus á alþjóðlega stjórnun og samstarf milli einka- og opinbera geirans.
John McArthur hefur komið að útgáfu fjölda bóka og fræðigreina, þar má nefna bókina Leave No One Behind: Time for Specifics on the Sustainable Development Goals sem kom út árið 2019 og From Summits to Solutions: Innovations in Implementing the Sustainable Development Goals frá árinu 2018. Rannsóknir og greinar eftir John, og viðtöl við hann, hafa birst í öllum helstu fjölmiðlum og sérfæðiritum á hans sviði.
Fyrirtækið, The Gray Rhino & Company, heitir eftir alþjóðlegri metsölubók Michele – The Gray Rhino: How to Recognize and Act on the Obvious Dangers We Ignore. Hún ráðleggur leiðtogum, stofnunum og samfélögum af ýmsu tagi að koma auga á og undirbúa sig fyrir „Gray Rhino áhættur“: hugtak sem lagði fram til að ná utan um áskoranir sem eru augljósar en jafnframt er gjarnan litið framhjá, þrátt fyrir stærð þeirra – og stundum einmitt útaf stærð þeirra.
Meðal leiðtoga sem leitað hafa í þekkingarheim Michele er Xi Jinping forseti Kína. Hann vísaði í verk Michele í frægu ávarpi á fundi kommúnistaflokksins í Kína í janúar 2019, þegar hann sagði æðstu stjórnendum flokksins að Kína yrði að vera á varðbergi gagnvart mjög ólíklegum, óhugsanlegum „svörtum svönum“ og á sama tíma verja sig fyrir mjög líklegum en oft yfirséðum og vanræktum „gráum nashyrningum“.
Michele hefur yfir þriggja áratuga reynslu af strategíum, hagfræði og fjármálum og opinberri stefnumótun og áhættustjórnun. Michele hefur komið fram á CNN, í The New York Times, Wall Street Journal, the Guardian, National Public Radio í Bandaríkjunum ásamt fjölda annara fréttaveita um allan heim.
Meðal viðurkenninga sem hún hefur hlotið fyrir störf sín er Guggenheim Fellow, American Council on Germany Young Leader, Women‘s Media Center Woman Making History, World Economic Forum Young Global Leaders.
Hún er fyrrverandi forseti World Policy Institute, varaforseti Alþjóðafræða hjá The Chicago Council on Global Affairs og fréttastjóri yfir latnesku Ameríku hjá International Financing Review.
Sasja er margverðlaunaður alþjóðlegur fjárfestir á sviði sjálfbærni. Sasja Beslik var valinn bankamaður ársins í Svíþjóð árið 2016, fékk heiðursorðu Svíakonungs 2013 fyrir framúrskarandi framlags til þróunar-, umhverfismála og sjálfbærni innan fjármálageirans í Svíþjóð. Hann hefur einstaka þekkingu og innsýn á þeim tækifærum sem fylgja sjálfbærnum fjárfestingum.
Sjálfbærnisjóður sem Sasja stofnaði hjá Nordea árið 2011 var valinn besti hlutabréfasjóðurinn í Svíþjóð 2017, fyrsti sjálfbærnisjóðurinn til að fá þessi verðlaun. Hann var valin Young Global Leader af Alþjóðaefnahagsráðinu árið 2011. Frá árinu 2009 starfaði hann fyrir Nordea sem yfirmaður samfélagslega ábyrgra fjárfestinga, forstjóri fjárfestingasjóða í Svíþjóð 2011 og forstjóri sjálfbærra fjármála áður en hann færði sig yfir til J. Safra Sarasin. Sasja gaf út bókin Guld och gröna skogar árið 2019.
Fyrr á árinu hóf Sasja útgáfa vikulegra rafrænna fréttabréfa: ESG* on a Sundays. Þar fer hann vikulega yfir það sem stendur upp úr í heimi sjálfbærni, fjárfestinga og atvinnulífsins á alþjóðavettvangi. Fréttabréfið hefur vakið mikla athygli og þar er sannarlega ekki farið í málamiðlanir eða dansað í kringum hlutina – mælum með áskrift.
Sasja Beslik vakti mikla athygli hér á landi þegar hann tók þátt í Viðskiptaþingi, Viðskiptaráðs Íslands, á árinu 2020.
*E/U= umhverfi, S/F= social issues og G/S = stjórnarhættir
Elísabet H. Brynjarsdóttir er 27 ára gamall hjúkrunarfræðingur úr Kópavogi. Í námi sínu tók hún þátt í að stofna geðfræðslufélagið Hugrún og var kjörin formaður. Þá var hún kjörin forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árið 2018 þar sem hún tók meðal annars þátt í stofnun loftslagsverkfallsins. Árin 2018-2020 sinnti hún starfi stúdentaforseta fyrir hönd rúmlega 250 þúsund stúdenta í evrópska háskólanetinu Aurora network.
Elísabet útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2017 sem hjúkrunarfræðingur og hefur síðan þá starfað hjá Rauða krossinum í Frú Ragnheiði – skaðaminnkunarverkefni. Þar hefur hún tekið þátt í að auka aðgengi jaðarsettra einstaklinga að heilbrigðisþjónustu út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og gildum sjálfbærni, samfélagslegrar ábyrgðar og öflugu notendasamráði.
Hjá Frú Ragnheiði hefur hún leitt og stutt við stóran hóp af sjálfboðaliðum sem hjúkrunarfræðingur og nú nýlega sem verkefnastjóri verkefnisins.
Í nóvember árið 2020 hlaut hún verðlaun JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir störf sín í þágu mannúðar og sjálfboðaliðastarfa.
Umræður og væntingar um aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum hafa aukist til muna á síðastliðnum árum. Til að meta stöðu íslenskra fyrirtækja á grænu vegferðinni, sem og til að auka skilning á viðbrögðum stjórnenda í loftslagsmálum sendi Deloitte könnun til stjórnenda 300 stærstu fyrirtækja landsins í nóvember síðastliðnum.
Niðurstöður þessarar mikilvægu rannsóknar verða kynntar á Janúarráðstefna Festu 2021.
Rakel Eva Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte, mun kynna niðurstöður könnunarinnar en með könnuninni vonast Deloitte til að varpa ljósi á stöðu fyrirtækja í landinu og hvernig stjórnendur þeirra takast á við loftslagsáskorunin.
Enn fremur lítur Deloitte svo á að niðurstöðurnar séu mikilvægt innlegg í frekari stefnumörkun og umræður um loftslagsmál hér á landi.
Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu og Tómas N. Möller formaður Festu stýra dagskráliðnum: Festa 10 ára
Á Janúarráðstefnu Festu 2020 settu nokkur fyrirtæki sér hugrökk hringrásar- markmið fyrir næstu 12 mánuði. Þau mæta nú, ári síðar, og segja okkur frá því hvernig gekk. Náðust markmiðin? Hverjar voru áskoranirnar? Hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara betur?
Á ráðstefnunni munum við kynna hvað það þýðir að vera Aðildi og svipta hulunni af því hver voru valin, úr stórum hópi umsækjenda, til að taka þátt á árinu 2021.
Hér má lesa allt um Janúarráðstefnu Festu 2020.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is