Aðalfundur Festu - miðstöðvar um sjálfbærni fór fram í gær, 27. mars. Fundur fór fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík og var vel mætt.
Ný stjórn
Á aðalfundinum var kosinn ný stjórn, en í stjórn Festu sitja fulltrúar sjö aðildarfélaga, auk fulltrúa frá Háskólanum í Reykjavík þar sem skrifstofa Festu er staðsett. Aldrei hafa jafn margir boðið sig fram til setu í stjórn Festu, en það voru í heildina fulltrúar 13 aðildarfélaga sem lögðu fram framboð
Erla Ósk Ásgeirsdóttir var kosin nýr formaður á fundinum. Hún tekur við af Tómasi N. Möller sem hefur gengt stöðu formanns sl. 5 ár.
Stjórn Festu 2025 – 2026 skipa:
• Formaður: Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Bláa Lónið
• Rakel Eva Sævarsdóttir, Trail
• Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Háskólinn í Reykjavík
• Reynir Smári Atlason, Creditinfo
• Anton Birkir Sigfússon, Hagar
• Hlédís Sigurðardóttir, Arion Banki
• María Rúnarsdóttir, Heimar
• Bjarni Már Gylfason, Rio Tinto á Íslandi
Tómas N. Möller lætur af formennsku eftir fimm ára setu. Skrifstofa Festu skilar hjartans þökkum til Tómasar fyrir leiðtogahlutverkið og hans verðmæta framlag til félagsins og aðildarfélaga sl. ár. Festa þakkar einnig fráfarandi aðilum úr stjórn fyrir einstaklega góða vinnu.
Ársskýrsla Festu var einnig gefin út í dag og það í fyrsta sinn á vefformi
Mikilluppgangur var í starfinu okkar á árinu 2024. Við bættust 27 ný aðildarfélög og hefur hópur aðildarfélaga aldrei verið jafn fjölbreyttur. Uppselt var á Janúarráðstefnu Festu sem er stærsti árlegi viðburður félagsins og þá sóttu mörg hundruð manns aðra fjölbreytta viðburði yfir árið þar sem megin markmiðið er að efla íslenskt samfélag á vettvangi sjálfbærni. Haldin var í fyrsta sinn málstofa þar sem hugað var að ábyrgð stjórna fyrirtækja þegar kemur að sjálfbærni, en á málþingið mættu tæplega 100 fulltrúar stjórna aðildarfélag Festu. Um þetta og margt fleira, ásamt myndum og tölulegum upplýsingum, má nálgast í ársskýrslunni.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is