Ný stjórn og ársskýrsla

28. mars 2025

Ný stjórn og ársskýrsla

Aðalfundur Festu - miðstöðvar um sjálfbærni fór fram í gær, 27. mars. Fundur fór fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík og var vel mætt.

Ný stjórn 

Á aðalfundinum var kosinn ný stjórn, en í stjórn Festu sitja fulltrúar sjö aðildarfélaga, auk fulltrúa frá Háskólanum í Reykjavík þar sem skrifstofa Festu er staðsett. Aldrei hafa jafn margir boðið sig fram til setu í stjórn Festu, en það voru í heildina fulltrúar 13 aðildarfélaga sem lögðu fram framboð

Erla Ósk Ásgeirsdóttir var kosin nýr formaður á fundinum. Hún tekur við af Tómasi N. Möller sem hefur gengt stöðu formanns sl. 5 ár. 

Stjórn Festu 2025 – 2026 skipa:

• Formaður: Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Bláa Lónið

• Rakel Eva Sævarsdóttir, Trail

• Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Háskólinn í Reykjavík

• Reynir Smári Atlason, Creditinfo

• Anton Birkir Sigfússon, Hagar

• Hlédís Sigurðardóttir, Arion Banki

• María Rúnarsdóttir, Heimar

• Bjarni Már Gylfason, Rio Tinto á Íslandi



Tómas N. Möller lætur af formennsku eftir fimm ára setu. Skrifstofa Festu skilar hjartans þökkum til Tómasar fyrir leiðtogahlutverkið og hans verðmæta framlag til félagsins og aðildarfélaga sl. ár. Festa þakkar einnig fráfarandi aðilum úr stjórn fyrir einstaklega góða vinnu.


Ársskýrsla Festu var einnig gefin út í dag og það í fyrsta sinn á vefformi


Mikilluppgangur var í starfinu okkar á árinu 2024. Við bættust 27 ný aðildarfélög og hefur hópur aðildarfélaga aldrei verið jafn fjölbreyttur. Uppselt var á Janúarráðstefnu Festu sem er stærsti árlegi viðburður félagsins og þá sóttu mörg hundruð manns aðra fjölbreytta viðburði yfir árið þar sem megin markmiðið er að efla íslenskt samfélag á vettvangi sjálfbærni. Haldin var í fyrsta sinn málstofa þar sem hugað var að ábyrgð stjórna fyrirtækja þegar kemur að sjálfbærni, en á málþingið mættu tæplega 100 fulltrúar stjórna aðildarfélag Festu. Um þetta og margt fleira, ásamt myndum og tölulegum upplýsingum, má nálgast í ársskýrslunni.


Skoða ársskýrslu.



8. apríl 2025
Forstjórar í verkefninu Loftslagsleiðtogar hittust í þriðja sinn föstudaginn 4. apríl. Í þetta sinn var rætt um kolefnismarkaði og -einingar, ásamt því stóra verkefni atvinnulífs og stjórnvalda að draga úr losun svo Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar, en Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 29% fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Á fundinum fórum við yfir ýmis tæknileg atriði með sérfræðingum, í þetta sinn þeim Rafni Helgasyni frá atvinnuvegaráðuneytinu, Helgu Barðadóttur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, Rakel Evu Sævarsdóttur frá Trail Sustainability og Guðmundi Sigurbergssyni frá International Carbon Registry. Verkefnið, sem dregur innblástur frá svipuðum verkefnum víðsvegar um heiminn (Climate CEOs), leiðir saman forstjóra frá aðildarfélögum Festu til að bæði vinna að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og hvetja stjórnvöld og önnur fyrirtæki til aðgerða. Í september 2023 skrifuðu níu forstjórar eða staðgenglar þeirra undir stefnuyfirlýsingu verkefnisins og á árinu 2024 var unnið að því að stækka hóp loftslagsleiðtoganna og skerpa á markmiðum þeirra. Alls eru 17 forstjórar í verkefninu í dag. Það vantar ekki kraftinn frá íslensku atvinnulífi þegar kemur að vilja og metnaði í loftslagsmálum - þessu gríðarlega mikilvæga verkefni sem þarfnast samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda ásamt stuðningi frá samfélaginu og fjárfestum.
Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 27. mars 2025
Fréttabréf Festu í febrúar
7. mars 2025
Allt um Janúarráðstefnuna
Eftir Sahara Web 12. nóvember 2023
Lesa n ánar hér: https://www.sjalfbaer.is/malthing-stjornir 
Fleiri færslur