08.11.2024 - 09:30-12:00

Framsæknar stjórnir - Arðsemi, ábyrgð og áhrif

@Grand hótel


Athugið að fullt er á málþingið. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við festa@sjalfbaer.is.



Nú í fyrsta sinn býður Festa aðildarfélögum upp á viðburð sem er eingöngu ætlaður fyrir stjórnir og framkvæmdastjórnir.


Þegar hvoru tveggja lagalegt og raunumhverfi fyrirtækja breytist hratt verða stjórnir að hafa fast land undir fótum þegar kemur að því að þekkja og skilja áhættur og tækifæri. Hversu djúp þarf þekking stjórna að vera á sjálfbærnimálum? Hvernig er best fyrir stjórnir að skipuleggja starf sitt í kringum sjálfbærni til að mæta kröfum en einnig greina mögulegan ábata? Hvernig ber að vega og meta skammtíma arðsemiskröfur í samhengi við langtíma ávinning og samfélagsleg áhrif?



Dagskrá


Fundarstjóri verður Arnar Másson, stjórnarformaður Marel og stjórnarmaður í stjórn Festu

Umhverfis- og alþjóðamál sem móta rekstrarumhverfi

Hver verða áhrifin fyrir íslensk fyrirtæki?

  • Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu - miðstöðvar um sjálfbærni


Nýtt regluverk breytir sviðinu 

Hvað þýðir það fyrir umboðsskyldu og samsetningu stjórna?

  • Tómas N. Möller - yfirlögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna og stjórnarformaður Festu


Tækifæri og áskoranir þess að horfa til sjálfbærni við rekstur fyrirtækis

Arðbær sjálfbærni og stefnumótun 

  • Rakel Eva Sævarsdóttir - stofnandi Trail Sustainability Consulting og stjórnarmeðlimur hjá Alor og Festu.


Kaffipása og spjall 


Mikilvægisgreining - Skilvirkni skilar árangri 

Skilvirkni skilar árangri

  • Ingunn Agnes Kro - formaður stjórnar RARIK og stjórnarmeðlimur í ýmsum öðrum stjórnum þ.a.m. framtakssjóðsins Freyju og Sjóvá


Hvernig mætum við nýjum kröfum?

Skipulag stjórna á sjálfbærnistarfi

  • Ásthildur Otharsdóttir - meðeigandi Frumtaks og stjórnarmeðlimur í ýmsum stjórnum, þ.a.m. Controlant og Íslandsstofu


Pallborð


  • Elín Jónsdóttir - lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst


  • Tómas Már Sigurðsson - forstjóri HS Orku


  • Andri Þór Guðmundsson -  stjórnarformaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar

  • Hrefna Sigfinnsdóttir - framkvæmdastjóri Creditinfo


Share by: