08. 06 2023 - 08:30-10:00
Seðlabanki Íslands býður aðildarfélögum til tengslafundar
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun okkar tíma enda ógna þær hagsæld, velferð og tilvist mannkyns. Loftslagsáhætta, þar með talin sú hætta er stafar af umbreytingu í kolefnishlutlaust hagkerfi, felur í sér áraun fyrir fjármálakerfið og hagkerfið í heild. Enginn ábyrgur þátttakandi í efnahagslífi þjóðarinnar getur setið hjá.
Mikilvægt er að seðlabankar virði lögboðið valdsvið sitt og bregðist við af ábyrgð. Innan verkahrings Seðlabankans fellur að skilgreina, meta og vakta hugsanlega áhættuþætti og áhrif loftslagsbreytinga, bæði á hagkerfið í víðu samhengi og á þanþol fjármálakerfisins. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur svo eftirlit með sjálfbærnireglugerðum er varða aðila á fjármálamarkaði og fjármálaráðgjafa, t.a.m. EU Taxonomy og SFDR. Seðlabankinn hefur einnig einsett sér að sýna gott fordæmi með því að færa eigin rekstur og starfsemi í átt að kolefnishlutleysi.
Á fundinum verður farið yfir sjálfbærnivegferð Seðlabankans, BREEAM vottun á framkvæmdum við Seðlabankabygginguna og hvernig sjálfbærnimál tengjast faglegum markmiðum Seðlabankans.
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Tinna Hallgrímsdóttir,
sérfræðingur í loftslagsáhættu og sjálfbærni,
Einar Már Hjartarson, framkvæmdastjóri reksturs og
Þröstur Bergmann,
verkefnastjóri í hátt semiseftirliti
taka á móti gestum ásamt fleirum úr teymi bankans.
Praktísk atriði:
Athugið að Tengslafundir eru aðeins fyrir aðildarfélög Festu.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is