02. 11 2023 - 08:30-10:00
Verið velkomin á næsta tengslafund Festu sem haldinn verður hjá Umhverfisstofnun. Þar fáum við innblástur og innsýn í fjölbreytt verkefni stofnunarinnar sem öll eiga það sameiginlegt að þjónusta fólk og náttúru í þágu umhverfisverndar.
Fjallað verður um stöðu Íslands í loftslagsmálum, umhverfismerkið Svaninn, innleiðingu hringrásarhagkerfis hér á landi og þær fjölbreyttu leiðir sem stofnunin hefur farið í miðlun.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og starfsfólk á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis tekur á móti gestum.
Kristinn Már Hilmarsson segir frá losun Íslands sem setur markmið og aðgerðir fyrirtækja í áhugavert samhengi.
Katrín Björg Jónasdóttir og Ester Alda H. Bragadóttir segja frá því hvernig stofnunin fer ótroðnar slóðir í miðlun, allt frá TikTok yfir í samlesnar á Rás 1.
Birgitta Steingrímsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke ræða hlutverk fyrirtækja í hringrásarhagkerfinu og valdeflingu starfsfólks í umhverfismálum á vinnustaðnum.
Birgitta Stefánsdóttir segir frá umhverfismerkinu Svaninum, áreiðanlegum vottunum á umhverfisstarf og hvernig fyrirtæki geta komið í veg fyrir grænþvott.
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson stýrir fundinum.
Um er að ræða einstakt tækifæri til að hitta sérfræðinga í þessum málaflokkum og spyrja spurninga sem snerta okkur öll.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is