11.09.2024 - 08:30-10:00
ÖBÍ réttindasamtök og Vinnumálastofnun bjóða aðildarfélögum Festu á Tengslafund í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, 11. september kl. 08:30 – 10:00.
Fyrsti Tengslafundur haustsins verður með óhefðbundnu sniði.
Í þetta sinn fáum við sérstaka kynningu frá tvemur aðildarfélögum þar sem þau segja okkur frá stórum breytingum sem eru að eiga sér stað varðandi lög um almannatryggingar sem munu kalla á aukna atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu.
Félags- og vinnumálaráðherra mun ávarpa gesti í upphafi fundar. Þessar breytingar munu snerta öll aðildarfélög Festu með einhverjum hætti en lögin koma beint inn á félagslegan þátt sjálfbærninnar. Hvernig er hægt að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta atvinnugetu af ýmsum toga? Hvað þýðir þetta fyrir rekstraraðila og hvernig geta aðildarfélög Festu tekið þátt í að styrkja félagslega sjálfbærni í samfélaginu í heild?
Fram koma:
Fundarstjóri verður Eva Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ réttindasamtaka.
Í lokin gefst tækifæri til að spyrja spurninga.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is