Hvað gerir Festa?
Við sköpum aðildarfélögum fjölbreyttan samvinnuvettvang til að mæta kröfum og grípa tækifæri sem bíða okkar í sjálfbærnimálum.
Festa heldur fjölda viðburða á ári um sjálfbærni í samstarfi við aðildarfélög, hagaðila, stjórnvöld, háskóla og ýmis samtök. Festa stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum, fundum, hvatningarverkefnum og ráðstefnum. Markmiðið er — að efla getu fyrirtækja og hverskyns skipulagsheilda til að vera framúrskarandi á sviði sjálfbærni.
Festa fylgist með leiðandi straumum og stefnum út í heimi og leitast eftir því að færa íslensku samfélagi viðeigandi upplýsingar.
Viðburðir
Fréttir

AÐ GANGA Í FESTU
Vertu með í Festu!
Hjá Festu eru tæplega 200 fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, háskólar og aðrar skipulagsheildir sem vinna að sjálfbærni í rekstri og menningu. Öll erum við saman á þessari vegferð. Komdu og vertu partur af Festu, þar sem aðild veitir þér þessa þætti ásamt fleirum.
01
Sjálfbær rekstur
Skapaðu þér forskot í heimi þar sem lagalegar kröfur um sjálfbæran rekstur breytast hratt og eftirsókn í sjálfbærar fjárfestingar er mikil.
02
Fræðsla
Vinnustofur, deiglufundir og námskeið þar sem aðildarfélögum er leiðbeint við innleiðingu á sjálfbærni í rekstur fyrirtækja og stofnana.
03
Tengslanet
Vertu í eftirsóttu og vönduðum félagsskap þar sem við sköpum öruggt rými til að læra hvert af öðru.
04
Hvatning og umfjöllun
Við þreytumst ekki á því að segja frá frá afrekum aðildarfélaga í þágu sjálfbærni á hinum ýmsu miðlum
-
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Festu 🚀🤝 Erla Ósk Ásgeirsdóttir var kosin nýr formaður á fundinum. Hún tekur við af Tómasi N. Möller sem hefur gengt stöðu formanns sl. 5 ár. Stjórn Festu 2025 – 2026 skipa: • Formaður: Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Bláa Lónið • Rakel Eva Sævarsdóttir, Trail • Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Háskólinn í Reykjavík • Reynir Smári Atlason, Creditinfo • Anton Sigfússon, Hagar • Hlédís Sigurðardóttir, Arion Banki • María Rúnarsdóttir, Heimar • Bjarni Már Gylfason, Rio Tinto á Íslandi Aldrei hafa jafn margir boðið sig fram til setu í stjórn Festu, en það voru í heildina fulltrúar 13 aðildarfélaga sem lögðu fram framboð. Festa þakkar fráfarandi stjórnarmönnum og formanni innilega fyrir ómetanlegt framlag sl. ár. ❤️ 📈 Á aðalfundinum var einnig gefin út ársskýrsla Festu fyrir árið 2024 og í þetta sinn á vefformi: www.sjalfbaer.is/arsskyrsla-2024Button
-
Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Tómas N. Möller, formaður Festu áttu gott samtal við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í gær. Við ræddum mikilvægi samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í þágu sjálfbærni. Í því samhengi bentum við á styrkleika Festu sem brúarsmið í þeim samtölum. Við hlökkum til áframhaldandi samtals við stjórnvöld. 🤝Button
-
„Í svo flókinni virðiskeðju leynast margar hættur þegar kemur að mannréttindum. Og sökum þess hve flókin virðiskeðjan er er mikilvægt að bæði seljendur og neytendur taki sameiginlega ábyrgð á því að virðing fyrir mannréttindum sé tryggð í allri virðiskeðjunni. “ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, opnaði viðburðinn Mannréttindi í réttlátri virðiskeðju sem var haldinn í hátíðarsal Arion banka í kjölfar Janúarráðstefnunar. Þema Janúarráðstefnunar var sjálfbærni í virðiskeðjum, en sérstök áhersla var lögð á mannréttindi á þessum viðburði - sem eru lykilatriði í réttlátum virðiskeðjum. ⚖️❤️Button
-
"The question isn’t whether risks exist — they do — it’s how you respond when they surface. This is why true leadership means going beyond compliance. Sustainability is not a box-checking exercise." 🎯 - Adam Roy Gordon Öll erindi Janúarráðstefnunnar eru aðgengileg á YouTube rás Festu 🎥Button
-
„En segð þú mér, nú ert þú fulltrúi auðvaldsins hérna á sviðinu, hvaða tækifæri sjáið þið helst í sjálfbærnimálunum, er þetta góður business?“ Húmor, raunsæi, einlægni og fróðleikur einkenndu trúnóin í ár. Nú er hægt að nálgast upptökur frá Janúarráðstefnu Festu á YouTube rás Festu 🎥 Hlekkur í bio.Button
-
Myndbandið sem við framleiddum í stamstarfi við @poppup.is og sýndum á Janúarráðstefnu Festu 🎥 Nokkur þekk og velvalin voru spurð laufléttra (samt ekki) spurninga. Allar tengjast þær þema ráðstefnunnar - virðiskeðjunni.Button
-
📸 Nálgast má allar myndir frá Janúarráðstefnunni á facebook-síðu Festu ______ Takk, takk, takk! Aldrei hafa eins margir mætt á Janúarráðstefnuna eins og í ár. Auk aðildarfélaganna okkar, sem eru miðjan í okkar starfi, var mættur einstaklega fjölbreyttur hópur; forstjórar, sjálfbærnisérfræðingar, nemar, fræðafólk og fólk frá ýmsum hagsmuna- og félagasamtökum. Eftir hverja Janúarráðstefnu sjáum við að sjálfbærni er að dreifa sér sífellt víðar um íslenskt samfélag, til breiðari hóps, sem bæði sér haginn og ábyrgðina sem felst í því að flétta sjálfbærni við alla starfsemi og rekstur. ⚖️ Virðiskeðjan var í brennidepli í ár. Nokkrir punktar: 🔹 Pólitísk skautun hefur áhrif á sjálfbærniumræðuna, en áskoranirnar hverfa ekki þótt pólitíkin breytist. Viðbrögð við loftslagsbreytingum, sjálfbær auðlindanýting og mannréttindamál, eru enn jafn mikilvæg fyrir seiglu fyrirtækja. Adam Roy Gordon 🔹 Áhætta í virðiskeðjum er t.a.m. vegna skorts á mikilvægum hráefnum og orkuauðlindum og þá hafa loftslagsbreytingar og hnattræn átök bein áhrif á virðiskeðjur og starfsemi fyrirtækja. Fyrirtæki sem ekki taka þetta með í reikninginn eru berskjölduð fyrir áföllum og geta orðið fórnarlömb efnahagslegra og geópólitískra sveiflna. Mikael Allan Mikaelsson MBE 🔹 Þekkingarleysi er engin afsökun. Sumitra Basnet, sem var send í vinnu sem barn, kom alla leið frá Nepal til að segja sína sögu. Þessi áhrifaríka frásögn hvetur vonandi öll til að skilja að við getum haft áhrif, sem neytendur og rekstraraðilar, og að mannréttindi í virðiskeðjunni eru lykilatriði fyrir réttláta og sjálfbæra virðiskeðju. 🔹 Innleiðing hringrásarferla getur eflt bæði gagnsæi, gæðastjórnun og arðsemi 💰📈 „Fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þær áhættur sem fylgja starfseminni, þá fyrst er hægt að vinna í því að draga úr þeim” - Þóra Jónsdóttir 💡 Niðurstöður könnunar á íslenskum háskólanemum: 86% Z-kynslóðarinnar og 93% aldamótakynslóðarinnar vilja að stjórnvöld þrýsti á fyrirtæki um aðgerðir í loftslagsmálum. Ungt fólk er einnig tilbúið að breyta neysluhegðun sinni, en fyrirtæki þurfa að gera valkostina auðveldari 🌱Button
-
Þetta eru þau Krishna Shah og Sumitra Basnet, sem eru komin til Íslands eftir tveggja sólahringa ferðalag frá Nepal. Þau ætla að tala um falin vandamál í virðiskeðjunni: barnaþrælkun. Því miður er það raunveruleikinn— að 1 af hverjum 10 börnum er hnepptt í barnaþrælkun. Enn alvarlegra er að um helmingur þeirra starfar við hættulegar aðstæður sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Til að setja þessar tölur í samhengi: Meðalfjöldi barna í íslenskum grunnskólabekk er um 20. Ef við yfirfærum þessa tölfræði jafnt á allan heiminn myndi það þýða að í hverjum bekk væri að minnsta kosti eitt barn sem væri fast í barnaþrælkun við hættuleg skilyrði. Á morgun, á Januárráðstefnunni, fáum við að heyra áhrifaríkt erindi frá þeim tvem, sem þekkja þetta viðfangsefni betur en flestir: 🔹 Sumitra Basnet er ung kona sem var bjargað úr barnaþrælkun og vinnur nú sjálf að því að skapa betri framtíð fyrir börn í Nepal. 🔹 Krishna Shah er framkvæmdastjóri UN Global Compact Nepal, sem hefur unnið að því að tryggja að vörur, eins og teppi, séu framleiddar án barnaþrælkunar. Móðir hans var brautryðjandi í Nepal og stofnaði bæði fyrirtæki sem réð aðeins konur og félagasamtök sem byggðu skóla fyrir fátæk börn. Þessu ætti enginn að missa af 💙Button
-
Er falinn vandi í virðiskeðju tæknigeirans? 💻🌍 Tíminn líður hratt á gervihnattaöld 🎶 Tæknin þróast á ógnarhraða, og við höldum áfram að taka út nýjungar úr stafræna bankanum okkar án þess að staldra við og spyrja: hver borgar raunverulega kostnaðinn? Bakvið hverja nýja snjallsímauppfærslu, hverja fartölvu og hverja gagnaverbyggingu liggur flókin virðiskeðja, sem nær yfir heiminn og snertir allt frá efnahagslegum jöfnuði til umhverfisáhrifa. Ef við leggjum ekkert inn – með ábyrgum aðgerðum – en tökum bara út, þá sitja syndir sem við aldrei drýgðum í kerfinu og verða að óútleystum tékka fyrir komandi kynslóðir. Dæmi um áskoranir tæknigeirans eru: ⚠️ Nauðungarvinnu í aðfangakeðjunni, frá námavinnslu á sjaldgæfum málmum til samsetningar hluta. ♻️ Rafrænan úrgang (e-waste) sem safnast upp og skapar vaxandi umhverfisvanda. 🔄 Hringrásarlausnir sem gætu umbreytt iðnaðinum, en krefjast víðtæks samstarfs. Á Janúarráðstefnu Festu mun Þóra Jónsdóttir, sem forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania Ísland ræða hvernig fyrirtæki geta unnið saman að því að skapa raunverulegar breytingar. Við þurfum að leggja meira inn í sjálfbærnireikning framtíðarinnar, því við getum ekki bara tekið út án afleiðinga. ....Við skulum syngja saman lítið lag um ábyrgð og framtíðarsýn, því breytingar gerast ekki nema við látum heyra í okkur og virkjum kraft samstarfsins. 🕺Button
-
Mingl í hléi og eftir-Janúarráðstefnu-mingl 🥂✨ Það verður að sjálfsögðu skálað í lok ráðstefnu og DJ Sigrún Skafta heldur uppi stuði að vanda. Tryggðu þér miða - sjáumst í Hörpu 31. janúar kl. 12:30!Button
-
Trúnó-pörin á Janúarráðstefnunni koma úr ýmsum kimum samfélagsins. Þau stíga á svið eftir hvert undirþema og eiga stutt og einlægt spjall. Þú vilt ekki missa af þessu! Sjáumst 31. janúar kl. 12:30, í Hörpu. ⚡Button
-
Hvað er virðiskeðjan? Hvað er upstream og downstream? Tengist það golfstream? Hefur Icelandair hugleitt að nota eldgos sem náttúrulegan orkugjafa fyrir flugvélar? ✈️ Í samstarfi við PoppUp framleiðum við myndbönd þar sem við spurjum leiðtoga innan aðildarfélaga Festu og allt mikilvæga fólkið í sjálfbærniheiminum hvað er í gangi með allar þessar skammstafanir? Engar áhyggjur - við spyrjum líka um blýhúðun. 😉 Sem betur fer verður öllum þessum spruningum svarað á Janúarráðstefnu Festu, 31. janúar í Hörpu. Við framkvæmdum tvöfalda mikilvægisgreiningu til að sjá hverjir væru mikilvægastir í sjálfbærniheiminum þannig ef þú varst ekki spurður þá getur þú bara kennt Brussel um það. Í þessum myndböndum verður slegið á létta strengi en það var passað vel upp á að ekkert fór út í sprell.Button
-
Við þökkum karlalandsliðinu í handbolta fyrir að hafa létt á janúarmánuði hingað til! Áfram Ísland 🇮🇸 Við reynum það sama með Janúarráðstefnunni - við lofum stórskemmtilegum degi þó við segjum sjálf frá 💙 Eruði ekki öll örugglega komin með miða? Flettu fyrir alla dagskrána 👉Button
-
Leyndarmál Ástu Fjeldsted afhjúpað? 🤭 Trúnó-in eru fastur liður á Janúarráðstefnu Festu. Fimm ólík trúnó pör stíga á svið í ár 🤫Button
-
Fleiri fyrirlesarar Janúarráðstefnu Festu! Við erum stolt af því að hafa mótað dagskrá með þessum fjölbreytta hóp sem kemur víða að til að ræða ýmsar hliðar virðiseðjunnar. Nánari dagskrá er að finna á sjalfbaer.is. 💰 Kamil Zabielski, forstöðumaður sjálfbærra fjárfestinga hjá Storebrand, mun fjalla um áhrif sjálfbærs fjármagns og hvernig fjárfestingar geta ýtt undir sjálfbæra þróun. Storebrand er leiðandi eignastýringafyrirtæki á Norðurlöndunum. 🖥️ Þóra Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania, leiðir okkur í gegnum áskoranir og tækifæri í virðiskeðju tæknigeirans. 🌍 Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari, fær Krakkafréttir á RÚV með sér í lið til að útskýra virðiskeðjuna á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Ekki veitir af... 📖 Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, og Arnar Sveinn Harðarson, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Arion banka, kynna nýjasta vegvísi Festu um félagslega sjálfbærni. 🔗 Mikael Allan Mikaelsson MBE, sérfræðingur á sviði loftslagsstefnumótunar hjá Stockholm Environment Institute (SEI), ræðir um hvernig sjálfbærni og seigla spila saman í aðfangakeðjum. 📊 Arent Orri Jonsson, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Ísabella Ósk Másdóttir, samskiptastjóri Festu, og Guðni Þórsson, sérfræðingur á sjálfbærnisviði hjá Deloitte, kynna niðurstöður nýrrar könnunar Festu um viðhorf ungs fólks til sjálfbærni. Við minnum á að uppselt hefur verið á ráðstefnuna sl. ár. en það stefnir í fjölmennustu ráðstefnuna hingað til 😍Button
-
Það styttist! Verið öll hjartanlega velkomin að vera með okkur á stærsta árlega sjálfbærniviðburði á Íslandi - Janúarráðstefnunnni. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri 🥹✨ Tryggðu þér miða sem fyrst - sjalfbaer.isButton
-
Brotabrot af okkar stórkostlegu fyrirlesurum! ⚡️ Vissir þú að alls koma 26 manns á svið á Janúarráðstefnu Festu? 31. janúar | Harpa | 12:30-16:00 | sjalfbaer.is 👩🎨 @asabergmanndesignButton
-
Nú eru aðeins 22 dagar í Janúarráðstefnuna 🤯 Við erum óhrædd við að segja að við séum ekkert lítið stolt af dagskránni í ár, en þemað í ár er virðiskeðjan - straumar sjálfbærni. Dagskrána í heild má finna á sjalfbaer.is en nánari kynning á erindunum verður birt á næstu dögum. 👯 Trúnó-pörin verða á sínum stað og við kynnum þann hóp bráðlega. Þessir liðir, alls fimm talsins, verða krassandi eins og í fyrra! 👀 Húmorinn og gleðina mun að sjálfsögðu ekki vanta, en í dagskránni sýnum við skemmtileg myndbönd og svo skálum við saman í lok ráðstefnu. 🥂 Sjáumst í Hörpu 31. janúar kl. 12:30! 🎉 Takk öll sem hafið keypt miða 🫶 ⚡ Myndin sem fylgir fangaði augnablik sem mun seint gleymast - rafmagnsleysi í miðbæ Reykjavíkur í blálok ráðstefnunnar í fyrra. En allt er gott sem endar vel!Button
-
27 félög bættust í hóp aðildarfélaga Festu árið 2024. 🎉 Við erum gríðarlega þakklát samstarfinu og öllum þeim sem lögðu okkur lið, mættu á viðburði eða tóku á annan hátt þátt í starfinu. Sumir finna fyrir bakslagi en við erum óhrædd við að segja að stóra myndin sé í rétta átt. Það er mikil kraftur í samfélagi Festu. Áfram gakk og takk!Button
-
📢 Þema Janúarráðstefnu Festu 2025 er virðiskeðjan! Að þessu sinni verða með okkur innlent og erlent áhrifafólk sem mun segja frá hinum ýmsu hliðum sjálfbærni í virðiskeðjunni; reglugerðum, mannréttindum, ungu fólki, gervigreind, losun, hringrás, fjármögnun og stöðugleika á alþjóðavettvangi. Verið öll hjartanlega velkomin að vera með okkur í Hörpu 31. janúar kl. 13:00 á árshátíð sjálfbærnisamfélagsins á Íslandi. 💡🌳⚙️📦🚛🔗🌱🤝🌟🌍 Taktu daginn frá! Miðasala er hafin.Button
-
Er eitthvað fyndið eða skemmtilegt við líffræðilega fjölbreytni? 🤭🌿 Hér birtum við myndbandið sem við unnum í samstarfi við Sahara og Berglindi Festival og náðist ekki að sýna á Janúarráðstefnunni í Hörpu þar sem rafmagninu sló út í miðbæ Reykjavíkur og víðar ⚡ Njótið!Button
-
Sýnishorn frá einum af okkar uppáhalds dagskrárlið á Janúarráðstefnunni 👀 Ertu með miða? 👉 sjalfbaer.is @saevarhb @berglindfestival @gudlaugurthor @rakelelva @hafdishanna @landsvirkjun @saharasocialmediaButton
-
Í tilefni Janúarráðstefnunnar fór Halla Tómasdóttir, forstjóri The B Team, í einstakt og einlægt viðtal við Unnstein Manuel Stefánsson sem við munum sýna á ráðstefnunni. Hvaða eiginleika þurfa leiðtogar í dag að hafa? Hvernig förum við saman í gegnum stórar breytingar framundan? Hér fáum við svör við stórum spurningum sem þú vilt ekki missa af 🌍💙 🎟 Dagskrá og miðasala 👉 sjalfbaer.is 📍 Harpa, Silfurberg 🗓️ Fimmtudaginn 25. janúar kl. 13-16:30Button
-
Við erum á bleiku skýi eftir gærdaginn. ☁️✨ Þetta var lang fjölmennasta Janúarráðstefnan frá upphafi. Uppselt var og meira en það - salurinn stútfullur! Kæru gestir! Takk fyrir gleðina, spurningarnar, umræðurnar, tögg á samfélagsmiðlum, drifkraftinn og trúna á að við getum komið saman til þess að vinna að sjálfbærari heimi. Þið gerðuð þennan dag ógleymanlegan. Takk fyrirlesarar og aðrir í dagskrá, Lóa Hlín listakona, tæknifólk, Hilton, þið sem hafið setið á hux fundum og hafið tekið þátt í skipulagi á einn eða annan hátt. Þetta hefði ekki getað heppnast betur. Takk Reginn, N1, Marel og Vörður. Þið gerðuð okkur kleift að bjóða upp á einstaklega glæsilegan viðburð. Að sjá aðildarfélög Festu fjölmenna loksins eftir tvö rafræn ár og finna fyrir gróskunni í ört stækkandi samfélagi Festu er sannarlega góðs viti. Þvílík stemning í salnum! Það var ekki síður ánægjulegt að eyða deginum með stórum hópi ráðstefnugesta sem eru ekki í Festu en eruð mikilvægur samstarfsahópur á vettvangi sjálfbærni. Þetta sýnir hversu útbreidd sjálfbærnihugsunin er að verða í íslensku samfélagi. Sjáumst aftur sem fyrst! #FestaJan2023Button