Hvað gerir Festa?

Við sköpum aðildarfélögum fjölbreyttan samvinnuvettvang til að mæta kröfum og grípa tækifæri sem bíða okkar í sjálfbærnimálum.


Festa heldur fjölda viðburða á ári um sjálfbærni í samstarfi við aðildarfélög, hagaðila, stjórnvöld, háskóla og ýmis samtök. Festa stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum, fundum, hvatningarverkefnum og ráðstefnum. Markmiðið er — að efla getu fyrirtækja og hverskyns skipulagsheilda til að vera framúrskarandi á sviði sjálfbærni.


Festa fylgist með leiðandi straumum og stefnum út í heimi og leitast eftir því að færa íslensku samfélagi viðeigandi upplýsingar. 

Meira um Festu

Viðburðir

Fréttir

8. apríl 2025
Forstjórar í verkefninu Loftslagsleiðtogar hittust í þriðja sinn föstudaginn 4. apríl. Í þetta sinn var rætt um kolefnismarkaði og -einingar, ásamt því stóra verkefni atvinnulífs og stjórnvalda að draga úr losun svo Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar, en Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 29% fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Á fundinum fórum við yfir ýmis tæknileg atriði með sérfræðingum, í þetta sinn þeim Rafni Helgasyni frá atvinnuvegaráðuneytinu, Helgu Barðadóttur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, Rakel Evu Sævarsdóttur frá Trail Sustainability og Guðmundi Sigurbergssyni frá International Carbon Registry. Verkefnið, sem dregur innblástur frá svipuðum verkefnum víðsvegar um heiminn (Climate CEOs), leiðir saman forstjóra frá aðildarfélögum Festu til að bæði vinna að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og hvetja stjórnvöld og önnur fyrirtæki til aðgerða. Í september 2023 skrifuðu níu forstjórar eða staðgenglar þeirra undir stefnuyfirlýsingu verkefnisins og á árinu 2024 var unnið að því að stækka hóp loftslagsleiðtoganna og skerpa á markmiðum þeirra. Alls eru 17 forstjórar í verkefninu í dag. Það vantar ekki kraftinn frá íslensku atvinnulífi þegar kemur að vilja og metnaði í loftslagsmálum - þessu gríðarlega mikilvæga verkefni sem þarfnast samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda ásamt stuðningi frá samfélaginu og fjárfestum.
28. mars 2025
Ný stjórn og ársskýrsla
Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 27. mars 2025
Fréttabréf Festu í febrúar
7. mars 2025
Allt um Janúarráðstefnuna
Eftir Sahara Web 12. nóvember 2023
Lesa n ánar hér: https://www.sjalfbaer.is/malthing-stjornir 
Fleiri fréttir

AÐ GANGA Í FESTU

Vertu með í Festu!

Hjá Festu eru tæplega 200 fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög, há­skól­ar og aðr­ar skipu­lags­heild­ir sem vinna að sjálf­bærni í rekstri og menn­ingu. Öll er­um við sam­an á þess­ari veg­ferð. Komdu og vertu partur af Festu, þar sem aðild veitir þér þessa þætti ásamt fleirum.

01

Sjálfbær rekstur

Skapaðu þér forskot í heimi þar sem lagalegar kröfur um sjálfbæran rekstur breytast hratt og eftirsókn í sjálfbærar fjárfestingar er mikil.

02

Fræðsla

Vinnustofur, deiglufundir og námskeið þar sem aðildarfélögum er leiðbeint við innleiðingu á sjálfbærni í rekstur fyrirtækja og stofnana.

03

Tengslanet

Vertu í eftirsóttu og vönduðum félagsskap þar sem við sköpum öruggt rými til að læra hvert af öðru.

04

Hvatning og umfjöllun

Við þreytumst ekki á því að segja frá frá afrekum aðildarfélaga í þágu sjálfbærni á hinum ýmsu miðlum

Ganga í festu

Festa á Instagram


Fylgja Festu