Nýjasti vegvísir Festu - miðstöð um sjálfbærni dregur fram helstu þætti sem heyra undir félagslega sjálfbærni, til að auðvelda fyrirtækjum og öðrum rekstrareiningum að ná utan um helstu þætti í málaflokknum.
Vegvísinum er ætlað að veita yfirsýn yfir lög, reglur, staðla og mælitæki sem tengjast félagslegri sjálfbærni, auk þess að draga fram hvernig innleiðing hennar getur stuðlað að framgangi sjálfbærnimarkmiða.
Málaflokkurinn er bæði flókinn og umfangsmikill, og því er vegvísirinn fyrst og fremst samantekt á efni sem þegar er til. Hann nýtist sem uppflettirit fyrir þá sem vilja glöggva sig á tengdum lögum, reglum, skörun við ESRS staðalinn og þeim verkfærum sem hægt er að nota til að mæla árangur og vinna með félagslega sjálfbærni á markvissan hátt.
Með gerð þessa vegvísi er það von Festu að rekstraraðilar eigi auðveldara með að setja félagslega sjálfbærni á dagskrá sem mikilvægt verkefni í því mósaík sem sjálfbærnivegferð samfélagsins er.
Sérfræðingar víða úr fræðasamfélaginu og atvinnulífinu voru fengnir til þess að taka þátt í gerð vegvísins og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir.
Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að skoða vegvísinn.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is