Regluverk ESB og EES samningsins um sjálfbærni

með áherslu á sjálfbæran rekstur fyrirtækja og fjárfestingar stofnanafjárfesta

Tilgangurinn með vef þessum er að auðvelda aðildarfélögum Festu, öðrum fyrirtækjum, fjárfestum, nemendum og öðrum hagaðilum að kynna sér inntak þessara kerfa og reglna og gera þeim betur kleift að nýta þau og virkja í sínum störfum. Hér eru upplýsingar löggjöf ESB sem tengir á að auðvelda aðgengi fyrirtækja sem byggja rekstur sinn á sjálfbærum viðskiptamódelum að fjármagni frá stofnanafjárfestum. Fyrst er fókuserað á græna sáttmála ESB (A European Green Deal) og aðgerðaáætlun bandalagsins um fjármögnun sjálfbærs vaxtar (Action Plan: Financing Sustainable Growth). Því næst er farið fyrir ýmsar mikilvægar gerðir ESB (reglugerðir og tiskipanir) sem varða málið. Þá er yfirlit yfir ýmsar skilgreiningar, tilvísun í fræðsluefni og umfjöllun um það með hvaða hætti gerðirnar eru innleiddar í EES-samninginn.


Um Grænan sáttmála ESB og aðgerðaráætlun um fjármögnun sjálfbærs vaxtar

Græni sáttmáli ESB - A European Green Deal – var kynntur til leiks 2019. Markmið hans er að leiða hagkerfi Evrópu að því að verða fyrsta loftslagshlutlausa hagkerfið. 

  • Lesa meira

    Á vef framkvæmdastjórnar um græna sáttmála ESB segir:  


    “Climate change and environmental degradation are an existential threat to Europe and the world. To overcome these challenges, the European Green Deal will transform the EU into a modern, resource-efficient, and competitive economy, ensuring:  

    • no net emissions of greenhouse gases by 2050  

    • economic growth decoupled from resource use 

    • no person and no place left behind  

    The European Green Deal is also our lifeline out of the COVID-19 pandemic. One third of the €1.8 trillion investments from the Next Generation EU Recovery Plan, and the EU’s seven-year budget will finance the European Green Deal.” 



    Árið 2018 var gefin út aðgerðaráætlun um fjármögnun sjálfbærs vaxtar (e. Action Plan: Financing Sustainable Growth – COM 2018-97). Sú áætlun er nátengd græna sáttmálanum, Parísarsáttmálanum 2015 og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sú áætlun var uppfærð árið 2021 (e. Strategy for Financing the Transition to a Sustainable Economy – COM 2021-390). Í uppfærðu áætluninni er meðal annars að finna skýringarmyndirnar tvær hér á næstu síðu. 



Um nokkrar lykilgerðir og staðla sem varða græna sáttmálann og aðgerðaáætlun um fjármögnun sjálfbærs rekstrar

Hér er yfirlit yfir nokkrar lykilgerðir ESB sem eru hluti af aðgerðaráætlun sambandsins um fjármögnun sjálfbærs vaxtar, sbr. áætlun frá 2018 sem var uppfærð 2021, sjá nánar í inngangi.


Flokkunarkerfi ESB skilgreinir hvað telst umhverfislega sjálfbær starfsemi fyrirtækja. Þar eru sett viðmið sem skilgreina að hvaða marki atvinnustarfsemi telst umhverfislega sjálfbær og hversu sjálfbær rekstur fyrirtækja er heilt yfir; þá mælt sem hlutfall veltu, fjárfestingarútgjalda eða rekstrarkostnaðar. Flokkunarkerfið er liður í að vinna gegn grænþvotti. Hún gildir m.a. um stór fyrirtæki sem og stofnanafjárfesta eins og verðbréfasjóði, banka, tryggingafélög og lífeyrissjóði.


Umhverfismarkmiðin eru sex


1. Mildun loftslagsbreytinga

2. Aðlögun að loftslagsbreytingum

3. Sjálfbær notkun og verndun vatns- og sjávarauðlinda

4. Umbreyting yfir í hringrásarhagkerfi

5. Mengunarvarnir og eftirlit

6. Verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa


Svo starfsemi geti talist umhverfislega sjálfbær þarf hún að stuðla verulega að einu eða fleiri þessara sex umhverfismarkmiða. Jafnframt má starfsemin ekki valda umtalsverðu tjóni á öðrum umhverfismarkmiðum. Þá skal hún uppfylla tæknileg matsviðmið sem koma fram í „framseldum reglugerðum“ sem settar eru á grundvelli flokkunarreglugerðarinnar. Auk þess er gerð krafa um lágmarksverndarráðstafanir.

  • Megingerðin (reglugerð fyrir EU Taxonomy

    „Regulation (EU) 2020/852 of the European Parliament and of the Council of 18 June 2020 on the establishment of a framework to facilitate sustainable investment, and amending Regulation (EU) 2019/2088“


    • Reglugerðin á tungumálum ESB í EUR-Lex, EU/2020/852

    • Reglugerðin á íslensku á vef EFTA, ESB/2020/852

    • Innleiðingu reglugerðarinnar í íslenskan rétt með lögum nr. 25/2023 

    • Upplýsingar um innleiðingu reglugerðarinnar í EES samninginn á vef EFTA


    a) Ítarefni og fræðsla


    3. Framseldar gerðir frá framkvæmdastjórn ESB


    Í EU Taxonomy reglugerðinni er framkvæmdastjórn ESB veitt heimild til að setja framseldar reglugerðir. Í þeim er mælt nánar fyrir um ýmis verkefni og skyldur sem fram koma í meginreglugerðinni. 


    a) Framseld reglugerð nr. ESB/2021/2178 varðandi gagnsæi í upplýsingagjöf um sjálfbærni (varðar 8. gr. EU Taxonomy)


    „Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar ESB, (ESB) 2021/2178 frá 6. júlí 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að tilgreina innihald og framsetningu upplýsinga sem fyrirtæki eiga að birta skv. 19. gr. a eða 29. gr. a í tilskipun 2013/34/ESB varðandi umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi og tilgreina aðferðafræðina við að fara að þessari birtingarskyldu“


    • Reglugerðin á tungumálum ESB í EUR-Lex, EU/2021/2178

    • Reglugerðin á íslensku á vef EFTA, ESB/2021/2178

    • Innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt með reglugerð nr. 644/2023

    • Upplýsingar um innleiðingu reglugerðarinnar í EES samninginn á vef EFTA


    b) Framseld reglugerð framkvæmdstjórna ESB, (ESB) 2021/2139 um umhverfismarkmið 1 og 2 af 6 um markmiðum EU Taxonomy 


    „Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2139 frá 4. júní 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að fastsetja tæknileg matsviðmið til að ákvarða við hvaða skilyrði atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að mótvægi við loftslagsbreytingar eða aðlögun að loftslagsbreytingum og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfismarkmiðum“


    • Reglugerðin á tungumálum ESB í EUR-Lex, EU/2021/2139

    • Reglugerðin á íslensku á vef EFTA, ESB/2021/2139

    • Innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt með reglugerð nr. 590/2023

    • Upplýsingar um innleiðingu reglugerðarinnar í EES samninginn á vef EFTA


Um SFDR í stuttu máli

SFDR (Sustainable Financial Disclosure Regulation) varðar aðila á fjármálamarkaði eins og banka, verðbréfasjóði, lífeyrissjóði og tryggingafélög. Hún leggur línurnar um hvernig þeir skuli upplýsa endafjárfestinn (eiganda fjármunanna) hvernig eigi að stýra og veita upplýsingar um sjálfbærniáhættu í eignasöfnum. Eignasöfn skal flokka í þrjá flokka eftir áherslu á sjálfbærni:

·      Gráir

·      Ljósgrænir

·      Grænir

Í reglugerðinni og framseldri reglugerð eru ítarlegar leiðbeiningar um skyldur stýrenda eignasafna og ráðgjafa. Áherslan er á bætta upplýsingagjöf, vinnu gegn grænþvotti, áhættustýringu, samþættingu UFS (Umhverfisþættir – Félagslegir þættir – Stjórnarhættir) greiningar í fjárfestingarferli og markvissari upplýsingagjöf.


  • Megingerðin (Reglur SFDR um sjálfbærniáhættu og miðlun upplýsinga)

    „Reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins, nr. ESB/2019/2088, frá 27. nóvember 2019 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu“


    • Reglugerðin á tungumálum ESB í EUR-Lex, EU/2019/2088

    • Reglugerðin á íslensku á vef EFTA, ESB/2020/852

    • Innleiðingu reglugerðarinnar í íslenskan rétt með lögum nr. 25/2023 

    • Upplýsingar um innleiðingu reglugerðarinnar í EES samninginn á vef EFTA


    3. Framseldar gerðir frá framkvæmdastjórn ESB


    Í SFDR reglugerðinni er framkvæmdastjórn ESB veitt heimild til að setja framseldar reglugerðir. Í þeim er mælt nánar fyrir um ýmis verkefni og skyldur sem fram koma í meginreglugerðinni. 


    a) Framseld reglugerð nr. ESB/2022/1288, „PAI reglugerðin“ um tæknistaðal fyrir efni, aðferðir og framsetningu upplýsinga vegna sjálfbærnivísa í tengslum við neikvæð áhrif á loftslagið og önnur umhverfistengd neikvæð áhrif

    „Commission Delegated Regulation (EU) 2022/1288 of 6 April 2022 supplementing Regulation (EU) 2019/2088 of the European Parliament and of the Council with regard to regulatory technical standards specifying the details of the content and presentation of the information in relation to the principle of ‘do no significant harm’, specifying the content, methodologies and presentation of information in relation to sustainability indicators and adverse sustainability impacts, and the content and presentation of the information in relation to the promotion of environmental or social characteristics and sustainable investment objectives in pre-contractual documents, on websites and in periodic reports“


    • Reglugerðin á tungumálum ESB í EUR-Lex, EU/2022/1288

    • Reglugerðin á íslensku á vef EFTA, [ekki tiltæk 23/10/23]

    • Innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt með reglugerð nr. [ekki innleidd 23/10/23, gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum, sbr. EES-gagnagrunn stjórnarráðsins]

    • Upplýsingar um innleiðingu reglugerðarinnar í EES samninginn á vef EFTA


    b) Framseld reglugerð nr. ESB/2023/363, til breytingar og leiðréttingar á framseldri reglugerð nr. ESB/2022/1288 „PAI reglugerðin“ varðandi upplýsingagjöf


    „Commission Delegated Regulation (EU) 2023/363 of 31 October 2022 amending and correcting the regulatory technical standards laid down in Delegated Regulation (EU) 2022/1288 as regards the content and presentation of information in relation to disclosures in pre-contractual documents and periodic reports for financial products investing in environmentally sustainable economic activities (Text with EEA relevance)“


    • Reglugerðin á tungumálum ESB í EUR-Lex, EU/2023/363

    • Reglugerðin á íslensku á vef EFTA, [ekki tiltæk 23/10/23]

    • Innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt með reglugerð nr. [ekki innleidd 23/10/23]

    • Upplýsingar um innleiðingu reglugerðarinnar í EES samninginn á vef EFTA [ekki tiltæk 23/10/23]


Share by: