Í dag fór fram aðalfundur Festu - miðstöðvar um sjálfbærni og fór hann fram í Háskólanum í Reykjavík, þar sem Festa er með aðsetur. Líkt og síðustu ár tók JCI að sér fundarstjórn og fundarritun.
Á fundinum voru eftirfarandi fulltrúar endurkjörnir:
- Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Landsbankinn, 2024-2026
- Rakel Eva Sævarsdóttir, Trail sjálfbærniráðgjöf, 2024-2026
- Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, Ölgerðin, 2024-2026
Stjórn Festu 2024-2025 skipa því eftirfarandi aðilar:
- Tómas N. Möller, Lífeyrissjóður Verzlunarmanna, 2023-2025. Formaður stjórnar.
- Arnar Másson, Marel, 2023-2025
- Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Landsbankinn, 2024 - 2026
- Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Háskólinn í Reykjavík, 2023-2025
- Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, Ölgerðin, 2024-2026
- Rakel Eva Sævarsdóttir, Trail sjálfbærniráðgjöf, 2024-2026
- Kolbeinn Hilmarsson, Svarmi 2023-2025
- Þórólfur Nielsen, Landsvirkjun, 2023-2025
Ársskýrsla
Í dag kom einnig út ársskýrsla Festu fyrir árið 2023. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur starf Festu á árinu sem var fjölbreyttara og öflugra sem aldrei fyrr.