Festa – miðstöð um sjálfbærni leitar að lausnamiðuðum og umbótasinnuðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfileika í teymið hjá sér. Leitað er að manneskju með brennandi áhuga á þriggja stoða sjálfbærni í íslensku rekstrarumhverfi til að sinna fjölbreyttum verkefnum, m.a. greiningum, verkefnastjórnun, miðlun og nýskapandi samstarfi við aðildarfélaga Festu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Loftslagsleiðtogar Festu / Climate CEOs - verkefnastjórnun.
- Mótun verklags og starfsáætlunar.
- Þátttaka í gerð miðlunar- og fræðsluefnis.
- Stuðningur við stjórn og framkvæmdahóp verkefnisins.
- Umsjón með Loftslagsmæli Festu.
- Greiningar og kortlagning á innleiðingu sjálfbærnilöggjafar.
- Verkefnastjórn fjölbreyttra verkefna á vettvangi umhverfismála, stjórnarhátta og félagslegrar sjálfbærni.
- Önnur verkefni, s.s. miðlun, undirbúningur viðburða og samskipti við aðildarfélög.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af sjálfbærniverkefnum, loftslagsmálum og hringrásarhagkerfi.
- Þekking á sjálfbærniregluverki ESB og kröfur um sjálfbærniupplýsingagjöf rekstraraðila.
- Reynsla af verkefnastjórnun.
- Æskileg reynsla af miðlun og nýtingu samfélagsmiðla.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi.
- Frumkvæði, umbótasinnuð og lausnamiðuð hugsun.
- Þekking á helstu samfélagsmiðlum er kostur.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Festa er metnaðarfullur og lifandi vinnustaður þar sem hægt er að hafa áhrif og leiða verkefni með sýnilegum árangri. Festa eru frjáls félagasamtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Aðild eiga yfir 180 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Samfélag Festu er einstakt netverk leiðandi aðila á sviði sjálfbærs reksturs og nýsköpunar. Drifkraftur Festu er að íslenskt samfélag og atvinnulíf verði leiðandi á sviði sjálfbærni. Okkar starf er tilgangsdrifið, við eigum í uppbyggilegu samstarfi og leggjum áherslu á gagnkvæman stuðning ólíkra aðila í átt að settu marki.
Festa býður upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnumöguleika og fjölskylduvænan vinnustað. Skrifstofa Festu er í Háskóla Reykjavíkur. www.sjalfbaer.is
- Umsóknarfrestur er til og með 10. mars nk.
- Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.
- Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is
- Umsókn skal fylgja ferilskrá og hnitmiðað kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
- Umsjón með ráðningarferlinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.