06.04.2024

Mótandi tól fyrir hringrásarhagkerfi í virkni

Við erum öll meira eða minna sannfærð um gagnsemi og mikilvægi hringrásarhagkerfisins sem lykiltóls í baráttunni fyrir aukinni sjálfbærni í heiminum. En hvernig fótar maður sig í hringrænum heimi, hannar hringrænar vörur og byggir upp hringræn fyrirtæki?


Hvernig innleiða íslensk fyrirtæki og stofnanir hringrásarhagkerfið en gæta um leið að samkeppnisstöðu, gæðum og virði?


Þetta er eitt af því sem við spurðum lykilsérfræðinga í málaflokknum á nýafstöðnum fundi aðildarfélaga Festu. Nokkur atriði stóðu sérstaklega upp úr á fundinum.

  • Fyrsta alþjóðlega skilgreiningin á því hvað telst vera hringrænt er nú komin á blað í glænýjum ISO staðli, ISO 59004, um hringrásarhagkerfið. Staðalinn er svokallaður stjórnkerfisstaðall eins og ISO 14001 eða ISO 9001, ef fyrirtæki hafa innleitt annanhvorn af þeim þá er í raun búið að innleiða stóran hluta af ISO 59004 nú þegar. Staðlinn mun vera áfram í þróun en hann er nú komin út og mjög öflugt verkfæri í innleiðingu hringrásar í rekstur.

  • Við þurfum skýra mælikvarða um hvenær við erum á réttri leið og þar eru bæði ISO staðallinn og nýja sjálfbærnilöggjöf ESB að veita okkur gagnleg tól.

  • Fjölmargir handbækur hafa verið gefnar út til að auðvelda fyrirtækjum vegferðina í átt að hringrásarhagkerfinu og fengum við að heyra af nokkru þeim á umtöluðum viðburði Festu. Þar má nefna leiðarvísi Sitra um hringrásarlausnir sem stuðla að verndun náttúru og leiðarvísi gefin út af Cradlenet sem leiðir þig skref fyrir skref í innleiðingu hringrásar í rekstur. 

  • Nú þegar eru til ótal magnaðar lausnir  sem aðstoða okkur við að taka stór skref í átt að hringrásarhagkerfi sem við getum bæði nýtt okkur og lært af. Sjá dæmi frá Sitra.

  • Það getur verið erfiðara að breyta línulegu framleiðslufyrirtæki yfir í hringrænt fyrirtæki og því gæti reynst gagnlegra að stofna dótturfélag og/eða aðskilinna vörulínu um hringræna laus samhliða því sem maður fasar út eldra línulegt viðskiptamódel.

  • Eitt af því sem blasir við okkur er þörfin á betri rekstrarlegum mælikvörðum (KPI´s) sem snúa að innleiðingu hringrásar í framleiðslu og virðiskeðjur. Hér blasar því við tækifæri til að skapa sérstöðu á markaði.

  • Það má þá ekki vanmeta virði í þeim lausnum sem nú þegar eru til staðar, þegar kemur að því að leggja fjármagn í hringrásarhagkerfið, áskorunin liggur oft í því að færa hegðun og neyslu yfir í hringrás. 


Upptaka frá World Circular Economic Forum, stærstu hringrásarráðstefnu í heimi: 15–16 April – Main event - WCEF2024



Share by: