04.04.2024

Kristinn Már Hilmarsson ráðinn til Festu

Kristinn Már Hilmarsson hefur verið ráðinn til starfa til Festu - miðstöðvar um sjálfbærni sem sérfræðingur í sjálfbærni. Kristinn starfaði áður hjá Umhverfisstofnun sem sérfræðingur í teymi losunarbókhalds þar sem hans helsta verkefni var að reikna út losun frá iðnaði og efnanotkun en einnig frá orkuhluta bókhaldsins og þar sérstaklega frá samgöngum. 


„Það er mikill fengur að fá Kristinn til starfa til Festu. Félagið hefur vaxið hratt síðustu ár, aðildarfélögum fjölgað og verkefnin orðin veigameiri. Starfið okkar nær yfir fjölbreytt svið sjálfbærni, svo sem hringrásahagkerfisins, líffræðilegs fjölbreytileika, loftslagsmála og félagslegrar sjálfbærni.  Það eru því mikil verðmæti í að fá reynslu og sérfræðiþekkingu Kristins á skrifstofu Festu,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu. 


Kristinn er fjórði starfsmaðurinn á skrifstofu Festu og mun sinna sjálfbærnitengdum verkefnum með sérstaka áherslu á loftslagstengd verkefni. Kristinn er með BS gráðu í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu reikistjörnufræði (planetary science) frá University College London. 


„Ég er virkilega peppaður að ganga til liðs við sjálfbærnidrottningarnar hjá Festu. Það er mikil gróska í sjálfbærnimálum og við erum komin að ögurstundu í loftslagsmálum. Eins og Gandálfur sagði: „All we have to decide is what to do with the time that is given to us“ og því hlakka ég til að leggja mitt á vogaskálarnar til að efla þessi mál enn frekar á þessum tíma,“ segir Kristinn Már Hilmarsson.

Share by: