29.04.2024
Síðustu ár hefur Festa í góðu samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Stjórnvísi veitt árlega hvatningarverðlaun fyrir sjálfbærniskýrslu ársins. Þar höfum við lagt okkur fram við að draga fram í sviðsljósið þá aðila sem hafa verið til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka stór skref í upplýsingagjöf tengdri sjálfbærni í rekstri.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2018 en þróun í þessum málaflokki hefur verið gífurlega hröð á þessum árum. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikið metnað og vilja til að standa vel að sinni upplýsingagjöf og síðustu ár hafa þá komið til sögunar lög og reglur sem setja skýrari línur og leikreglur. Í ljósi þessara breytinga og þróunar höfum við ákveðið að færa til áherslurnar í þessum samstarfsverkefni okkar og hætta að veita verðlaun fyrir skýrslu ársins.
Við erum gífurlegur stolt af þessum samstarfsverkefni og þeirri vitundarvakningu sem verkefnið hefur stuðlað að og hlökkum til að halda áfram góðu samstarfi á vettvangi sjálfbærni með Viðskiptaráði og Stjórnvísi.
Hér má kynna sér þá aðila sem hafa hlotið verðlaunin frá upphafi Sjálfbærni - Festa (sjalfbaer.is).
Við þessi tímamót viljum við þakka sérstaklega þeim sem tóku þátt í dómnefndar störfum, þar hafa komið að öflugir sérfræðingar sem hafa lagt gífurlega vinnu og metnað í að fara yfir tilnefndar skýrslur hvert ár.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is