03.10.2024
Frábær þátttaka var í viðburðum hjá Festu í september.
Tengslafundur hjá ÖBÍ og VMST
ÖBÍ réttindasamtök og Vinnumálastofnun buðu aðildarfélögum Festu á Tengslafund 11. september.
Á þessum mánaðarlegu hittingum býður vanalega eitt aðildarfélag hinum heim og deilir sinni þekkingu, reynslu og áskorunum í sjálfbærnimálum. Í þetta sinn slógu þessi tvö aðildarfélög til og héldu sérstaka kynningu á breytingum á sem eru að eiga sér stað varðandi lög um almannatryggingar sem munu kalla á aukna atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu.
Málaflokkurinn er stór og mikilvægur en markmið fundarins var að tengja saman og auka skilning á aðgerðum stjórnvalda, markmiðum hagsmunasamtaka og hlutverki atvinnulífsins. Á fundinum fengum við innsýn inn í það hvernig fólk með skerta starfsgetu er stundum kallaður falinn fjársjóður. Ljóst er að vitundarvakningu þarf um málefnið.
Þetta allt snertir að sjálfsögðu félagslega hluta sjálfbærninnar sem við höfum verið að leggja áherslu á síðustu mánuði, en Festa undirbýr nú vegvísir um félgaslega sjálfbærni fyrir fyrirtæki og stofnanir með hjálp ýmissa sérfræðinga.
Deiglufundur um Science Based Targets initative
Aðildarfélög Festu hittust síðan á rafrænum Deiglufundi um
Science Based Targets initiative og
CDP 25. september.
Nú hafa um tíu íslensk fyrirtæki fengið SBTi markmið sín samþykkt eða eru í því ferli, en sérstaklega góð mæting á fundinn sýnir að mikill áhugi er á SBTi meðal aðildarfélaga Festu. Við snertum einnig á CDP, sem er annað gagnreynt og alþjóðlegt tól í upplýsingagjöf um loftslagsmál.
Við vorum einstaklega lánsöm að fá erindi frá SBTi sérfræðingnum
Adam Roy Gordon á fundinum, en hann sat í upphafsstjórn SBTi þegar það var sett á lagnirnar.
Þá deildu þrjú aðildarfélög sem hafa öðalst reynslu af SBTi ferlinu sinni þekkingu, þau
Þóra Jónsdóttir (Advania Ísland),
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir (Embla Medical) og
Gunnar Sveinn Magnússon (Deloitte).
Ívar Kristinn Jasonarson frá
Landsvirkjun sagði síðan frá CDP vegverð Landsvirkjunar.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is