15.06.2024

Viðburðarríkir vor- og sumarmánuðir

Í maí og júní hélt Festa nokkra viðburði í samstarfi við fjölbreytta aðila.



Sjálfbærar fjárfestingar á Innovation Week


Festa, Sjávarklasinn og Hringrásarklasinn héldu hliðarviðburð á Iceland Innovation Week um sjálfbærar fjárfestingar. Þar fórum við á dýptina og köfuðum ofan í hvernig fjárfestar, frumkvöðlar og aðrir leikendur geta fótað sig í bláa hagkerfinu svo það skili hagnaði fyrir alla hagaðila.

Á sama degi var skrifað undir samstarfsamning milli Festu og Sjávarklasans um að vinna saman að verkefnum tengdum sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu.


Fyrirlesarar voru bæði úr fjárfestingar-, fræða- og frumkvöðlaheiminum. Þau voru Hrefna Sigfinnsdottir, forstjóri Creditinfo Iceland og einn stofnandi IcelandSIF, Kristrún Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Haf Investments, Þórey Proppé, framkvæmdastjóri og stofnandi Alda, Birgitta Steingrímsdóttir frá Hringrásarklasanum, Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring Marine og Halla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Optitog. Aðalheiður Snæbjarnarsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum og varaformaður Festu stýrði panelumræðum og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, stýrði viðburðinum.


Í fullum salnum voru aðilar úr öllum áttum og fengum við feikigóðar spurningar úr sal.


Tengslafundur hjá Controlant


Aðildarfélög Festu hittust á Tengslafundi í maí sem var í þetta sinn hjá Controlant. Controlant hefur fléttað sjálfbærni inn í reksturinn frá upphafi, svo að það má segja að sjálfbærni sé grunnstoð á öllum sviðum fyrirtækisins.

 

Á fundinum varpaði Anna Karlsdottir, framkvæmdastjóri gæða- og mannauðssviðs ljósi á sýn og starfsemi félagsins með áherslu á nýsköpun, gæðamál og mannauð, Vicki Preibisch, forstöðumaður sjálfbærni, sagði frá árangri og áskorunum á sjálfbærni vegferð félagsins, Lára Hilmarsdóttir, samskiptastjóri, sagði frá menningu og samfélagsverkefnum og Unnur Þórdís Kristinsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærnimálum var fundarstjóri.


Deiglufundur – hringrás í rekstri


Á deiglufundi í maí fengum við sérfræðinga á heimsvísu til þess að segja okkur frá því hvað koma skal í heimi hringrásarhagkerfisins, þ.e. hvað tækifæri og áskoranir fyrirtæki þurfa að hafa í huga og hvaða hlutverki atvinnulífið gegnir þegar kemur að því að hraða tilfærslunni yfir í hringrásarhagkerfi. 


Þetta voru þau Vojtech Vosecky, hringrásarsérfræðingur og alþjóðlegur fyrirlesari og mörgum kunnugur af LinkedIN en hann er einn af 'LinkedIn Top Green Voices', Catherine Chevauché, forstöðumaður hringrásarhagkerfis hjá Veolia, Tim Forslund, hringrásarsérfræðingur hjá Sitra, nýsköpunarsjóði Finnlands, Elin Bergman, alþjóðlegur aktívisti og fyrirlesari, einnig 'LinkedIn Top Green Voice' og 'the Circular Economy Queen of Sweden' og Anna C W De Matos, okkar helsti hringrásaraktívisti á Íslandi, forstjóri og stofnandi Circular Library Networks. 


Við tókum saman helstu atriði frá fundinum hér.


Tengslafundur hjá ÁTVR


Í júní hittust aðildarfélög Festu á Tengslafundi hjá ÁTVR.

 

ÁTVR er með metnaðarfulla stefnu og aðgerðir í sjálfbærnimálum, allt frá loftslagsmarkmiðum að mannréttindarmálum. ÁTVR er eitt af elstu aðildarfélögum Festu, en þau gengu í Festu árið 2013. Sem gæðastjóri hefur Sigurpáll Ingibergsson verið í fararbroddi í sjálfbærnimálum fyrirtækisins og er einn af þeim sem hefur sótt flesta Tengslafundi hjá Festu, en fundirnir hafa verið kjarni í starfi Festu frá upphafi.


ÁTVR á í víðtæku samstarfi við sambærilega félög á Norðurlöndunum um sjálfbærnimál svo sem hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flutningi afurða, umbúðamálum, mannréttindum í virðiskeðjunni og líffræðilegri fjölbreytni.

Velsældarþing


Alþjóðlegt Velsældarþing var haldið í annað sinn í Hörpu í júní. Festa, í samvinnu við Landlæknisembættið, skipulagði lið á þinginu sem sérist að hlutverki atvinnulífsins þegar kemur að því að efla velsæld innan sem utan vinnustaðarins. Við tókum saman nokkra punkta frá þessum lið og deildum á LinkedIN síðu Festu. Þar var rætt hvernig velsæld er mæld og efld í heiminum. Erlendir sérfræðinga og fulltrúar aðildarfélaga Festu sátu í panel á viðburðinum:


  • Michael Weatherhead, meðstofnandi og þróunarstjóri Wellbeing Economy Alliance (WEAll)
  • Victoria Hurth, sjálfstæður rannsakandi og fræðimaður hjá sjálfbærnileiðtogastofnun Cambridge háskóla
  • Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteinn ehf
  • Eva Margrét Ævarsdóttir meðeignadi Lex lögmannstofu,
  • Ægir Þórisson, forstjóri Advania





Share by: