19. 05 2022 - 18:00-19:00

Að­al­fund­ur Festu 2022

@Háskólinn í Reykjavík - stofa M102


Aðalfundur Festu mun fara fram þann 19.maí 2022.


Rétt til að sækja aðalfundinn og hafa þar bæði kjörgengi og kosningarétt eiga þeir félagar sem eru skuldlausir við félagið viku fyrir fundinn. Skráður tengiliður hvers aðildarfélags fer með atkvæðisrétt fyrir hönd viðkomandi félags. Félaga er heimilt að veita öðrum fulltrúa umboð til að sækja aðalfund og fara með atkvæðisrétt sinn gegn skriflegu, dagsettu umboði.

Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. gildandi samþykkta skulu tillögur að breytingum samþykkta félagsins berast formanni, tomas@live.is og framkvæmdastjóra, hrund@samfelagsabyrgd.is, félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund félagsins, þ.e. 21.apríl, og munu þau sjá um að áframsenda þær í kjölfarið á félaga, eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund, þ.e. 28.apríl. 2/3 atkvæða á aðalfundi þarf til að samþykkja breytingar til að þær nái fram að ganga.

Stjórn óskar eftir framboðum til stjórnar, framboð þurfa að berast í síðasta lagi 12. maí 2022. Áhugasöm eru beðin um að hafa samband við kjörnefnd, en hana skipa: Þröstur Olaf Sigurjónsson og Ásthildur Margrét Otharsdóttir, framboð sendist á netfangið festa@samfelagsabyrgd.is

  • Formlegt fundarboð hefur verið sent skráðum tengiliðum aðildarfélaga Festu, þar má nálgast nánari upplýsingar um kosningu til stjórnar og tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum




Dagskrá fundarins:


  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar liðins reikningsárs
  4. Breytingar á samþykktum félagsins
  5. Kosning stjórnar
  6. Kjör löggilts endurskoðanda
  7. Ákvörðun félagsgjalds
  8. Önnur mál



*uppfært 16/5

Borist hafa fimm framboð til stjórnar og hafa þau öll verið metin gild af kjörstjórn:

Meðstjórnendur sem kosnar voru inn á aðalfundi 2020 og bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu:

  • Ingibjörg Ólafsdóttir, öryggis-, gæða- og umhverfisstjóri Rafal
  • Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankinn

Ný framboð til stjórnar

  • Rakel Eva Sævarsdóttir, forstöðukona sjálfbærnimála hjá PLAY
  • Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur
  • Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs


Með visan til samþykkta félagsins og áherslna í starfi þess, ásamt almennum þáttum sem lagðir voru til grundvallar starfi kjörnefndar fyrir stjórnarkjör árið 2022, vegna þeirrar hæfni og reynslu sem stjórnarmenn skulu hafa, telur kjörnefnd alla frambjóðendur hæfa.



Stjórnarmenn kosnir til tveggja ára á aðalfundi 2021:



  • Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
  • Jón Geir Pétursson, dósent við Háskóla Íslands
  • Arnar Másson, formaður stjórnar Marel


  • Formaður Festu, sem kosin var til tveggja ára á aðalfundi 2021, er Tómas N. Möller
Share by: