13. október 2021
Getum við sem einstaklingar lifað sjálfbæru lífi meðan við erum algjörlega háð hinu ósjálfbæra kerfi um allar okkar grunnþarfir? Hvernig getum við unnið að heimsmarkmiðunum saman, þvert á kerfi? Þurfum við að breyta bæði strúktúr og kúltúr?
Í þessu fréttabréfi fáum við tól til aðgerða. Lærum um skapandi sjálfbærni og ræðum loftslagsmálin og samfélagið í gegnum ljóðlistina.
Gestapennarnir okkar þennann mánuðinn eru Héðinn Unnsteinsson og Bryndís Fiona Ford. Héðinn er formaður verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Bryndís er skólameistari Hallormsstaðaskóla. Eydís Blöndal, ljóðskáld er viðmælandi í samtalinu. Öll nálgast þau umhverfismálin úr sitthvorri áttinni en listilega vel. Við hvetjum ykkur öll til þess að njóta lestursins og næra styrkleikana ykkar til góðs líkt og þau þrjú sem nefnd eru hér að ofan hafa svo sannarlega gert
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is