19. mai 2022

Fimmtudaginn 19.maí 2022 fór fram aðalfundur Festu, fundurinn fór fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík og eins og síðustu ár fékk Festa JCI til að taka að sér fundarstjórn og hlutverk fundarritara.

Nýtt nafn

Fyrir fundinum lá ein tillaga að breytingu á samþykktum og sneri hún að nafni félagsins ( 1.gr. samþykkta). Aðalfundur samþykkti tillöguna og hefur því nafni félagsins verið breytt úr Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð yfir í Festa – miðstöð um sjálfbærni.

Ný stjórn

 Þá var á fundinum kosin inn ný stjórn og munu eftirfarandi fulltrúar aðildarfélaga skipa stjórn Festu árið 2022-2023:

  • Tómas N. Möller – Lífeyrissjóður verzlunarmanna, 2021-2023. Formaður stjórnar
  • Jón Geir Pétursson – Háskóli Íslands, 2021-2023
  • Arnar Másson – Marel, 2021-2023
  • Ægir Þórisson – Advania, 2021-2023
  • Aðalheiður Snæbjarnardóttir – Landsbankinn, 2022-2024
  • Birta Kristín Helgadóttir – Íslandsstofa/Grænvangur, 2022-2024
  • Rakel Eva Sævarsdóttir – PLAY, 2022-2024


Aðalheiður var á fundinum endurkosin til tveggja ára, Rakel Eva og Birta Kristín koma nýjar inn í stjórn félagsins

Úr stjórn stíga Erla Tryggvadóttir, sem hefur verið varaformaður síðustu tvö ár, og Ingibjörg Ólafsdóttir. Þakkar Festa þeim kærlega fyrir öflugt framlag þeira til félagsins, en báðar hafa þær deilt þekkingu sinni og reynslu af miklu örlæti og stutt vel við störf Festu síðustu tvö ár.

Þá mun Háskólinn í Reykjavík skipa nýjan fulltrúa í stjórn Festu á komandi starfsári, en því hlutverki hefur Hrefna Briem sinnt frá árinu 2014. Hrefna hefur hafið störf sem forstöðumaður breytingarstjórnunar og skrifstofu forstjóra hjá Kerecis, sem er eitt af aðildarfélögum okkar hjá Festu. Framlag Hrefnu til starfa Festu síðustu átta ár er sannarlega ómetnalegt, þar sem hún hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu félagsins í gegnum ótal áskoranir og tækifæri.

Ársskýrsla Festu fyrir árið 2022

Við hvetjum ykkur þá til að kynna ykkur Ársskýrslu Festu (sjá hér) sem kom út í vikunni, þar má kynna sér starf Festu á liðnu ári í máli og myndum.



Share by: