08. 06 2021 - 14:00-15:00

Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins 2021

@Rafrænn viðburður



Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021


Samfélagsábyrgð fyrirtækja skiptir samfélagið sem og fyrirtækin sjálf sífellt meira máli. Skýr stefna, framkvæmd og upplýsingagjöf fyrirtækja varðar leið að farsælum rekstri.

Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum og vönduðum hætti. Skýrslan getur verið í formi vefsíðu, rafræns skjals eða öðrum hætti sem hentar þeim sem hún á erindi við, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi. Opið var fyrir tilnefningar frá 3.maí – 24.maí 2021.

Viðurkenningin verður afhent á viðburði þann 8.júní kl 12:00.

*Hlekkur á beint streymi*


  • Skráning fer fram hér og fá skráðir fundargestir sendan hlekkinn degi fyrir viðburðinn.


Krónan hlaut viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins árið 2020

Dagskrá


Beint streymi frá Húsi atvinnulífsins 8.júní kl 12:00.



  • Fundarstjóri: Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs Íslands
  • Keynote erindi: Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu
  • Pallborðsumræðustýra: Íris Björnsdóttir, Head of Business Development & Support hjá Nasdaq Ísland
  • Þátttakendur í panel: dómnefnd og viðurkenningarhafar ársins
  • Afhending hvatningarverðlaunanna Samfélagsskýrsla ársins: Tómas N. Möller, formaður dómnefndar


Dómnefnd síðasta árs: Hulda Steingrímsdóttir, Tómas N. Möller og Jóhanna Harpa Árnadóttir

Í dómnefnd ársins sitja:

  • Tómas N. Möller, yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og formaður Festu
  • Hulda Steingrímsdóttir , umhverfisstjóri Landspítalans
  • Dr. Kjartan Sigurðsson, lektor við Háskólann í Twente í Hollandi

Viðurkenninguna hafa áður hlotið:

  • Landsbankinn – afhent árið 2018
  • Isavia – afhent árið 2019
  • Krónan – afhent árið 2020


Share by: