18. janúar 2021
Fréttabréf Festu þennan mánuðinn er tileinkað Janúarráðstefnunni okkar sem fram fer núna 28.janúar
Í fréttabréfinu má kynna sér dagskránna og lesa sér nánar til um einstaka dagskráliði og það einvala lið sem kemur að ráðstefnunni með okkur.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Nýtt upphaf eða The Great Reset. COVID-19 hefur haft og mun halda áfram að hafa víðtæk áhrif um allan heim og á alþjóðleg viðskipti. Róttækar breytingar eru í farvatninu, risavaxnar áskoranir en á sama tíma einstakt tækfæri til þess að endurræsa kerfin okkar og koma okkur á sjálfbæran kjöl. Við skoðum hvað þessar áherslur fela í sér af hálfu aðila eins og Alþjóðaefnahagsráðsins og B Team, þar sem Halla Tómasdóttir er við stjórnvölinn. Við veltum fyrir okkur hvað Nýtt upphaf fæli í sér fyrir íslenskt samfélag, atvinnulíf, fjárfestingar og pólitík. Skilaboðin eru þau að nú sé lag, að hefja Nýtt upphaf, en það er ekki gefið að við grípum það. Hvað þarf til?
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is