16. febrúar 2023
Það sem er merkilegt við skýrsluna, Nature in the balance: What companies can do to restore natural capital, er að í henni leitast skýrsluhöfundar við að reikna út áhrif aðgerða fyrirtækja á auðlindir jarðar (e. natural capital), og niðurstöðurnar gefa von.
Jafnvel þótt að fjöldi atvinnugreina hafi skaðleg áhrif á auðlindir jarðar, þá sérstaklega landbúnaður, en einnig smásölu-, þjónustu og orkugeirinn, þá geta fyrirtæki gripið til sérstakra aðgerða, með tækni sem er nú þegar til, sem munu ekki aðeins snúa þróuninni við heldur hafa jákvæð áhrif á reksturinn.
Skýrslan er nýjasta rannsókn McKinsey sem tekur á þessum efnum. Skýrslan sýnir að þó svo að aðgerðirnar séu skilvirkar og árangursríkar, þurfa þeim að fylgja stuðningur frá öðrum hagsmunaðilunum, bæði innan opinbera- og einkageirans.
Skýrsluhöfundar styðjast við rammann um þolmörk jarðar sem eru byggð á vinnu Johan Rockström og hans teymi, vísindamannsins sem meðal annars hélt erindi á Janúarráðstefnu Festu 2022. Þolmörk jarðar eru níu talsins og fórum við yfir sjöttu mörkin í fyrra, ferskvatnsnotkun. Sævar Helgi íslenskaði myndina.
Níu þolmörk jarðar. Við höfum farið yfir sex. Sævar Helgi Bragason íslenskaði myndina.
Í skýrslunni eru áhrif 47 aðgerða á 5 þolmörk rannsökuð: heilbrigði lífhvolfs, breytingar á landnotkun, breytingar á fersku vatni, nýum mengunarvöldum og hringrás næringarefna.
Ósoneyðing er ekki tekin með, af því að þau þolmörk eru á réttri leið vegna mótvægisaðgerða, né heldur loftslagsbreytingar vegna þess að þær hafa verið rannsakað ítarlega í öðrum skýrslum.
Hin þolmörkin tvö, súrnun sjávar og magn svifagna í andrúmslofti, eru ekki með af því að nægileg gögn um þau skortir fyrir tilgang skýrslunnar.
Rannsóknin sýnir að fyrirtæki geta haft þau áhrif að snúa við þróun á þremur af ef þolmörkunum, breytingum á landnotkun, breytingar á fersku vatni, hringrás næringarefna og haldið þeim innan þolmarka. Þá er hægt að hafa jákvæð áhrif á tvö þeirra, heilbrigði lífhvolf og nýja mengunarvalda. Þótt að þolmörkin um loftslagsbreytingar eru ekki sérstaklega skoðuð, þá hafa margar aðgerðirnar töluverð áhrif á losun af því að áskoranir náttúru og loftslags eru nátengdar.
Í skýrslunni eru lagðar fram 47 aðgerðir sem fyrirtæki geta gripið til og þau sem vilja kafa djúpt í þær geta litið í skýrsluna sjálfa, á blaðsíðu 47. Tólf arðbærustu aðgerðirnar, eru sagðar skila mjög miklum fjárhagslegum hagnaði. Þetta eru til dæmis nýjar landbúnaðaraðferðir, minni matarsóun og ný afhendingarmódel sem minnka plastframleiðslu. Önnur snúa að vélrænni flokkunaraðferð, lífbrjótanlegu plasti fyrir umbúðir, líffræðilegri meindýraeyðingu, landbúnaðarskógrækt og mörgu fleiru.
Helmingur aðgerðanna, geta skilað fjárhagslegum ávinningi í dag.
Hinn helmingurinn felur kostnað í sér, í því umhverfi sem við búum við í dag, en það gæti breyst vegna tækniþróunar. Einnig ef úthrifin (e. externalities) eru tekin með í reikninginn, þá er ekki spurning hvort þau séu arðbær. Mörg velta fyrir sér, hvort viðskiptamódel framtíðarinnar muni taka mengun á náttúru með inn í reikninginn sem kostnað.
Á blaðsíðu 77 í skýrslunni er vegvísir (e. Road map) fyrir fyrirtæki, sem vilja taka þessi skref.
Þá eru tekin dæmi um nokkur fyrirtæki sem hafa sett sér eitthvað af þessum markmiðum: Loreal, Walmart og Kering. Það eru nefnilega líka tækifæri í því að skapa sér ímynd sem byggir á jákvæðum áhrifum á auðlindum jarðar. Sífellt fleiri láta aðgerðir sínar ekki aðeins snúa að losun gróðurhúsalofttegunda heldur einnig að öðrum þolmörkum jarðar.
Losunarmarkmið eru ekki nóg og við munum sjá aukna áherslu á verndun annarra þolmarka sem tengjast náttúrunni. Við getum stuðlað að minni sóun, meiri skilvirkni og betri jörð með aðgerðum sem borga sig fjárhagslega. Þetta er hægt.
Ísabella Ósk Másdóttir, miðlunarstjóri Festu, tók saman.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is