25. 04 2023 - 10:30-12:00
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur, 3 hæð
Festi hf. tekur á móti aðildarfélögum Festu á tengslafundi félagsins.
Þar munu Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri, Kolbeinn Finnsson framkvæmdastjóri rekastrarsviðs og Ásdís Björg Jónsdóttir forstöðumaður samfélags- og gæðamála taka á móti gestum.
Festi er eignarhaldsfélag sem á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi á matvörumarkaði, eldsneytis-, smur- og hjóbarðamarkaði sem og raf- og snjalltækjamarkaði. Þau eru Bakkinn vöruhús, ELKO, Krónan og N1. Festi sér um ýmsa þjónustu fyrir öll félög samstæðunnar á sviði fjármála, upplýsingatækni, mannauðs-, gæða-, öryggis- og samfélagsmála ásamt rekstri og viðhaldi fasteigna samstæðunnar.
Ein af stefnuáherslum Festi er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og nærumhverfi með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.
Á fundinum verður fjallað um framtíðaráherslur samstæðunnar og sjálfbærnivegferð Festi hf og rekstrarfélaga síðustu árin. Festi og rekstarfélög eru aðilar að Jafnvægisvoginni, Siðferðisgáttinni og bjóða starfsmönnum upp á öflugan velferðarpakka, farið verður yfir félagslega þætti í sjálfbærnistefnu og önnur lykilmarkmið hennar ásamt úttekt á Sjálfbærniskýrslu félagsins fyrir árið 2022 með takmarkaðri vissu.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is