04. 11 2021 - 09:30-11:00

Tengsla­fund­ur Festu – 66° Norð­ur

@Faxafen



66° Norður býður aðildarfélögum Festu til tengslafundar.


Bjarney Harðardóttir eigandi 66° Norður mun taka á móti hópnum í verslun þeirra í Faxafeni. Bjarney mun fara yfir sögu fyrirtækisins og hvernig sjálfbærni hefur verið órjúfanlegur hluti af starfsemi þess frá upphafi og einnig gefa innsýn í hringrásarvegferð fyrirtækisins í dag.

Það er góður og gegn íslenskur siður að henda ekki neinu sem kemur enn að notum. Gæði, ending og fjölbreytt notagildi eru því gamalgróin gildi hjá 66°Norður. Þess vegna hefur hringrásarhugsunin alltaf verið í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu. Fötin eru gerð til þess að fólk geti kannað heiminn eins og það vill. 66° Norður sér það sem skyldu sína að standa vörð um þessa sömu Jörð.

Reksturinn hefur verið kolefnishlutlaus frá 2019, árið 2020 hóf fyrirtækið að rækta sinn eigin skóg og árið 2021 hlaut það aðild að Bluesign® System Parnter.

Hvetjum ykkur til að kynna ykkur metnaðarfulla hringrásar stefnumótun 66° Norður á heimasíðu fyrirtækisins.



  • Fundurinn fer fram í verslun 66° Norður í Faxafeni.
  • Athugið að fundurinn er eingöngu opin fyrir starfsmenn aðildarfélaga Festu
  • Boðið verður upp á léttar veitingar
  • Skráning nauðsynleg


Share by: