04.12.2023
Nóvemberfréttir Festu
Nóvember var viðburðarríkur mánuður hjá Festu. Við tókum þátt í skipulagningu á þremur viðburðum og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu fór um víðan völl í mánuðinum og talaði á nokkrum stöðum.
Í fréttabréfinu förum við einnig yfir okkar helstu upplýsingasíður fyrir COP28, teljum upp okkar uppáhalds hringrásarverkefni þessa dagana og drögum fram nokkur velvalin dæmi um sjálfbærniskref hjá aðildarfélögum Festu.
Í fréttabréfinu er einnig aðsend grein frá Guðnýju Nielsen, framkvæmdastjóra SoGreen. Í greininni fræðir hún lesendur um mikilvægt verkefni sem snýst um mótvægisaðgerðir utan virðiskeðju í samhengi við framleiðslu kolefniseininga með menntun stúlkna.
Njótið lestursins.
Ábendingar eru velkomnar á festa@sjalfaber.is
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is