Ungt fólk og sjálfbærni

Könnun Deloitte, Festu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Fyrsta könnun sinnar tegundar á Íslandi


Haustið 2024 stóðu Deloitte á Íslandi, Festa – miðstöð um sjálfbærni og Stúdentaráð Háskóla Íslands saman að spurningakönnun um viðhorf ungs fólks til sjálfbærni. Þetta var í fyrsta sinn sem slík könnun var framkvæmd hér á landi, en hún byggði á alþjóðlegri rannsókn Deloitte.


Könnunin var send til nemenda helstu háskóla landsins og SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis.


Þátttakendum finnst meðal annars að stjórnvöld og fyrirtæki ættu að gera meira til þess að takast á við loftslagsbreytingar og flestir hafa á einn eða annan hátt breytt neysluhegðun sinni þannig að hún dragi úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Einnig kemur fram að tilgangur í starfi skiptir miklu máli fyrir vellíðan og starfsánægju.

Skoða niðurstöður
Share by: