10. 05 2023 - 18:00-19:00

Að­al­fund­ur Festu 2023

@Háskólinn í Reykjavík - stofa M208



Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar liðins reikningsárs
  4. Breytingar á samþykktum félagsins
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning formanns
  7. Kjör löggilts endurskoðanda 
  8. Ákvörðun félagsgjalds
  9. Önnur mál


Rétt til að sækja aðalfundinn og hafa þar bæði kjörgengi og kosningarétt eiga þeir félagar sem eru skuldlausir við félagið viku fyrir fundinn. Skráður tengiliður hvers aðildarfélags fer með atkvæðisrétt fyrir hönd viðkomandi félags. Félaga er heimilt að veita öðrum fulltrúa umboð til að sækja aðalfund og fara með atkvæðisrétt sinn gegn skriflegu, dagsettu umboði. Skráning á fundinn fer fram hér að ofan.


Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. gildandi samþykkta skulu tillögur að breytingum samþykkta félagsins berast formanni, tomas@live.is og framkvæmdastjóra, hrund@samfelagsabyrgd.is, félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund félagsins, þ.e. 26.apríl, og munu þau sjá um að áframsenda þær í kjölfarið á félaga, eigi síðar en viku fyrir aðalfund, þ.e. 3.maí. 2/3 atkvæða á aðalfundi þarf til að samþykkja breytingar til að þær nái fram að ganga.


Stjórn óskar eftir framboðum til stjórnar, framboðsfresti lýkur einni viku fyrir aðalfund, það er 3. maí 2022. Áhugasöm eru beðin um að hafa samband við kjörnefnd sem skipuð er í samræmi við samþykktir félagsins, en hana skipa: Þröstur Olaf Sigurjónsson og Ásthildur Margrét Otharsdóttir. Framboð sendist á netfangið festa@samfelagsabyrgd.is.


Stjórnarmeðlimir Festu eru kosin til tveggja ára í senn og í ár eru það fjögur sæti sem kosið verður um, auk þess sem kosið verður til formanns.


  • Formlegt fundarboð sent á aðildarfélög Festu skv samþykktum félagsins.
Share by: