27.03.2025 - 16:00-17:00

Að­al­fund­ur Festu 2025

@Háskólinn í Reykjavík


Aðalfundur Festu mun fara fram 27. mars kl 16:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. 

 

Rétt til að sækja aðalfundinn og hafa þar bæði kjörgengi og kosningarétt eiga þeir félagar sem eru skuldlausir við félagið viku fyrir fundinn. Skráður tengiliður hvers aðildarfélags fer með atkvæðisrétt fyrir hönd viðkomandi félags. 

 

Formlegt fundarboð verður sent á aðildarfélög Festu skv. samþykktum félagsins. 


Stjórn óskar eftir framboðum til stjórnar og til embættis formanns, framboðsfresti lýkur einni viku fyrir aðalfund, það er 20. mars 2025.  Áhugasöm eru bent á hafa samband við kjörnefnd sem skipuð er í samræmi við samþykktir félagsins. Hana skipa nú líkt og undanfarin ár: Þröstur Olaf Sigurjónsson og Ásthildur Margrét Otharsdóttir. Framboð sendist á netfangið festa@sjalfbaer.is.   



Í ár eru það fimm stjórnarsæti sem kosið verður um.  Kosið er um tvö sæti meðstjórnenda til árs, tvö sæti til tveggja ára og til formanns til tveggja ára.

 

  • Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir (Ölgerðin) mun víkja úr stjórn frá og með aðalfundi.  
  • Aðalheiður Snæbjarnardóttir (Landsbankinn) hefur þegar vikið úr stjórn.  
  • Arnar Másson (Marel), Þórólfur Nielsen (Landsvirkjun), Kolbeinn Hilmarsson (Svarmi) og Tómas N. Möller (Lífeyrissjóður Verzlunarmanna) eru allir að ljúka sínu kjörtímabili. Eingöngu Kolbeinn mun gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  
  • Kjósa þarf til formann þar sem Tómas N. Möller gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. 


Rakel Eva Sævarsdóttir (Trail) situr áfram í stjórn, en hún var kosin til tveggja ári á aðalfundi félagsins 2024.  Þá situr áfram næsta kjörtímabil Bryndís Björk Ásgeirsdóttir sem skipuð er af Háskólanum í Reykjavík, þar sem Festa hefur aðsetur. 


Það er skilyrði fyrir kjörgengi að frambjóðandi sé starfsmaður hjá aðildarfélagi og að aðildarfélagið sé skuldlaust við félagið viku fyrir aðalfund eða með einstaklingsaðild að félaginu og viðkomandi einstaklingur sé skuldlaus við félagið viku fyrir aðalfund.   


Share by: