05. 05 2023 - 09:00-10:30
Daniel Montalvo, stjórnandi sjálfbærrar auðlindanýtingar og iðnaðar hjá Umhverfisstofnun Evrópu býður upp á masterclass í hvernig virkja má aftengingu hagvaxtar frá umhverfisáhrifum og losun gróðurhúsalofttegunda.
Þetta kallast á ensku “decoupling” sem gróflega snýr að því þegar losun gróðurhúsalofttegunda eykst ekki með sama hraða og hagvöxtur. Aftenging hagvaxtar og losunar er megin forsenda þess að við getum viðhaldið efnahagsástandi sem mætir þörfum stækkandi þjóðar á sama tíma og við stöndumst skuldbindingar okkar í loftslagsmálum.
Í erindi sínu tengir Daniel við alþjóðlega stefnumótun og skuldbindingar og fer yfir fjölmörg dæmi um þar sem aftenging hefur tekist. Að loknu erindi frá Daniel gefst fundargestum tækifæri til að bera upp spurningar og eiga gott samtal.
Umhverfisstofnun í samstarfi við Festu býður á fundinn, en Daniel er einn af aðalfyrirlesurum á Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar sem fer fram 4. maí.
Daniel Montalvo hefur unnið við hjá Umhverfisstofnun Evrópu í 10 ár og fengist við losun iðnfyrirtækja, stefnumótandi áherslur við innleiðingu hringrásarhagkerfis, hráefnanýtingu og tengingar iðnaðar og umhverfis. Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að hitta sérfræðing á þessu sviði.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is