20.02.2025 - 08:30-10:00
Creditinfo býður aðildarfélögum Festu á tengslafund á starfsstöð félagsins að Borgartúni 25, 105 Reykjavík á 3. hæð 20. febrúar kl. 8.30-10.00.
Á fundinum verður farið yfir vegferð fyrirtækisins í sjálfbærni með áherslu á söfnun og miðlun sjálfbærniupplýsinga í gegnum Veru, sjálfbærniviðmót Creditinfo. Einnig verður rætt um stöðu Creditinfo sem alþjóðlegs fyrirtækis og tækifæri og áskoranir í sjálfbærni í þróunarlöndunum.
Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi og Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærni hjá Creditinfo taka á móti gestum og flytja erindi.
Að erindum loknum verður boðið upp á spurningar úr sal og umræður. Gestum gefst tækifæri að spjalla og njóta léttra veitinga.
Creditinfo er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki, sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og sjálfbærniupplýsinga og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja. Creditinfo var stofnað á Íslandi árið 1997 og er hluti af alþjóðafyrirtæki, Creditinfo Group. Félagið hefur skapað sér sterka stöðu með því að veita aðgang að lánshæfisupplýsingum þar sem aðgengi að lánsfé er oft torsótt, meðal annars í Afríku og Austur Evrópu.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is