30.05.2024 - 10:00-11:30

Deiglufund­ur  - Hringrás í rekstri: hvað er í vændum?

@Rafrænn viðburður


Á fundinum munum við fá innsýn í hvað er á döfinni í hringrás á alþjóðavettvangi. Við drögum saman hvað hvað efst á baugi á alþjóðlegu ráðstefnunni World Circular Economy sem fram fór í Brussel sl. apríl, en ráðstefnan er haldin árlega af finnska nýsköpunarsjóðinum Sitra. Við fáum til okkar erlenda sérfræðinga sem deila með okkur nýjum tækjum og tólum og þeirra innsýn á innleiðingu hringrásar í rekstur. Hver er áherslan á heimsvísu og hvaða stóru skref getur einkageirinn tekið?

  • Vojtech Vosecky, mörgum kunnugum af LinkedIN, verður sérstakur gestur í pallborðsumræðum. Vojtech hefur unnið með mörgum stærstu fyrirtækjum heims sem ráðgjafi á sviði hringrásar auk þess að vinna með fjölda borga og sveitarfélaga. Þá hefur hann komið að gerð “Circularity Gap Report” fyrir ólíkar þjóðir og svæði í starfi sínu fyrir hollensku hringrásarstofnunina Circle Economy.

  • Á næstunni verður gefin út fyrsti alþjóðlegi hringrásarstaðalinn - ISO 59000. Hluti af þeim staðli er þá fyrsta opinbera skilgreiningin á hvað hringrásarhagkerfið er. Við fáum til okkar Catherine Chevauché, forstöðumann hringrásarhagkerfis hjá VEOLIA. Catherine hefur farið fyrir þeim stýrihóp sem unnið hefur að staðlinum á vegum ISO frá árinu 2019, en hann verður gefin formlega út á næstu vikum.


  • Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að hanna og gefa út leiðarvísa sem snúa að innleiðingu hringrásar í rekstri. Árlega heldur sjóðurinn alþjóðlegu ráðstefnuna World Circular Economy Forum, þar sem þúsundir koma saman og ræða hringrásarlausnir og -áskoranir. Nýverði gaf Sitra út nýjan leiðarvísi: Playbook for developing nature-friendly business with circular solutions og mun Tim Forslund, Circular Economy Specialist hjá Sitra, kynna hann fyrir okkur á fundinum auk þess að deila með okkur áherslum Sitra fyrir næstu misseri.

  • Þá heyrum við frá einum fremsta hringrásar sérfræðing í Evrópu, Elin Bergman, CiO hjá Cradlenet - Circular Economy Networkí Svíþjóð, en hún er annar stofnandi Nordic Circular Hotspot. Cradlenet eru öflug sænsk samtök einkageirans í Svíþjóð sem vinnur að innleiðingu hringrásarhagkerfsins. Elin er alþjóðlegur hringrásarfyrirlesari og ein af 'Top Voices' á LinkedIN um málefnið. Hún mun fara yfir það sem efst á baugi í hringrás í heiminum í dag og hvaða stóru skref blasa við okkur.

  • Þá mun Anna de Matos forstjóri og stofnandi Circular Library Networks taka þátt í umræðum á fundinum og segja frá því sem hefur verið í gangi á íslenskum hringrásarvettvangi.

  • Athugið viðburðurinn fer fram á ensku og er aðeins opinn aðildarfélögum Festu. Hér getur þú sótt um aðild.


Share by: