10.04.2024 - 11:00-12:00
Hvernig byggjum við upp fyrirtækjamenningu sem styður við sjálfbærni?
Sjálfbært DNA
Byrjum sjálfbærnivegferðina á réttum enda
Fyrirtæki sem setja sjálfbærni inn í kjarnastefnu rekstursins með markvissri stefnumótun skora hátt þegar kemur að árangri í sjálfbærni. Reynslan sýnir að þau laða að sín hæfara starfsfólk, sóa minna og eru betri fjárfestingarkostur. Til þess að allir gangi í takt þarf að huga að því hvernig við innleiðum sjálfbærni og allt sem henni fylgir í menningu fyrirtækisins. Þannig byrjum við sjálfbærnivegferðina á réttum enda.
Á næstu Deiglufundi ætlum við að heyra sögur frá ólíkum aðildarfélögum Festu sem eiga það sameiginlegt að hafa farið markvisst í að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins og þannig fá allt sitt teymi með sér í þá vegferð.
Þessi fundur gagnast fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum, öll erum við að byggja upp öflug teymi sem þurfa að ganga í takt, teymi sem hafa skýra sýn á þá stefnu sem við tökum þegar hugað er að sjálfbærni: umhverfi, samfélagi og stjórnarháttum.
Fundarstjóri verður Kolbeinn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Svarma og stjórnarmaður Festu. Sérfræðingar frá Aton JL verða með fræðsluerindi og þá munum við heyra praktísk erindi frá aðildarfélögum Festu sem hafa skarað frammúr í þessum efnum: Advania, Controlant og Isavia.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is