25.09.2024 - 11:00-12:00
Deiglufundur - Science Based Targets
@Rafrænn viðburður
Næsti Deiglufundur verður haldinn 25. september kl. 11.00 í gegnum streymi
Sífellt bætist í hóp þeirra íslenskra fyrirtækja sem setja sér Science Based Targets initiave (SBTi) markmið, en þau eiga öll sameiginlegt að vera leiðandi á sviði sjálfbærni. Á næsta Deiglufundi bjóðum við aðildarfélögum Festu upp á kynningu frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa sett sér markmið og segja frá sinni vegferð og reynslu. Adam Roy Gordon byrjar á því að fræða okkur í upphafi fundar en hann situr á “Technical Advisory Board” hjá SBTi.
Science Based Targets initiavie eru samtök sem voru sett á fót af UN Global Compact, CDP, World Resources Institute (WRI) og the World Wide Fund for Nature (WWF) og hafa þróað skýran ramma svo að fyrirtæki og stofnanir geti sett sér vísindaleg markmið um samdrátt í losun. Samtökin eru óhagnaðardrifin og eru leiðandi á þessu sviði.
Með því að þróa staðla, verkfæri og leiðbeiningar gerir SBTi fyrirtækjum kleift að setja sér markmið um minnkun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við það sem þarf til að halda hlýnun jarðar undir 1,5C gráðu hækkun í samræmi við Parísarsáttmálan og ná kolefnishlutleysi í síðasta lagi fyrir árið 2050.
Á fundinum munum við einnig fræðast um samtökin CDP (Carbon Disclosure Project), sem eru einn stofnaðili SBTi. CDP eru einnig leiðandi alþjóðleg samtök sem hvetja fyrirtæki, borgir og ríki til að birta upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun og aðgerðir í loftslagsmálum og stuðla að samræmdri og faglegri upplýsingagjöf í þeim efnum. Hér á landi eru einnig fyrirtæki sem taka þátt í CDP og hafa uppskorið lofsverðan árangur.
Á fundinum verða leiðandi sérfræðingar hér á landi frá íslenskum fyrirtækjum til að fjalla um sína vegferð með notkun þessara gagnreyndu tóla.
Hvort sem þú ert sérfræðingur í sjálfbærni, leiðtogi innan fyrirtækis eða einfaldlega brennur fyrir því að draga úr losun, þá verður þetta gagnlegur fundur fyrir þig.
Í dagskrá eru:
· Adam Roy Gordon, SBTi og CDP sérfræðingur og aðjunkt fyrir framhaldsnám í ESG og sjálfbærni fyrirtækja - erindi á ensku
· Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Advania
· Gunnar Sveinn Magnússon, sjálfbærnistjóri og meðeigandi Deloitte
· Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, Global Sustainability Director hjá Embla medical / Össur
· · Ívar Kristinn Jasonarson, sérfræðingur í deild loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun
Athugið að Deiglufundir eru aðeins opnir fyrir aðildarfélög Festu.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is