29.02.2024 - 11:00-12:30

Deiglufund­ur

Tvöföld mikilvægis-greining. Hvað þarf og hverju má sleppa?

@Rafrænn viðburður


Í nýjum reglugerðum og tilskipunum frá ESB er lögð áhersla á að fyrirtæki framkvæmi tvöfalda mikilvægisgreiningu (e. Double Materiality Assessment), og með því greini bæði hver áhrifin eru sem fyrirtækið hefur á umhverfi og samfélag og öfugt, hvaða áhrif umhverfi og samfélag hefur á fyrirtækið. Hér þarf að taka tillit til virðiskeðjunnar og hagaðila.


Á febrúar Deiglufundi Festu fræðumst við um
hvað þarf og hverju má sleppa þegar ráðist er í vandaða tvöfalda mikilvægisgreiningu og reynum að spá fyrir því hvernig þessi mál þróast næstu ár þegar yfirvofandi reglugerðir munu taka gildi.


Á fundinn fáum við til okkar sérfræðinga og fulltrúa fyrirtækja sem þegar hafa hafið þessa vinnu til að fræða okkur og segja frá sinni reynslu. 


Í lok fundar mun fundargestir fá tækifæri til að spyrja spurninga og eiga samtal.


Flest erum við rétt að hefja þessa vinnu eða komin með plön um að hefja hana á næstu misserum, þarna er því einstakt tækifæri til að læra af þeim sem komin eru af stað og eiga samtal um hvað hefur reynst vel og hvað ekki.


Þórólfur Nielsen, forstöðumaður stefnumótun og sjálfbærni hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður hjá Festu mun stýra fundinum. Hulda Steingrímsdóttir, leiðtogi sjálfbærnimála hjá  PwC  mun hefja fundinn á fræðandi erindi um tvöfalda mikilvægisgreining, þá heyrum við frá fulltrúm ólíkra aðildarfélaga sem munu deila með okkur sinni reynslu, en þau eru: Icelandair, Sjóvá og Landsvirkjun. 


Deiglufundir Festu eru rafrænir viðburðir og eru eingöngu opnir fyrir aðildarfélög. 



Share by: