27.11.2024 - 11:00-12:00
Deiglufundur - virðiskeðja og umfang 3
@rafrænn viðburður
Virðiskeðjan er ferlið sem tengir okkur saman, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Um þessar mundir eru flest fyrirtæki að taka bæði stór og minni skref í að greina sínar virðiskeðjur og þau áhrif sem þeirra rekstur hefur innan virðiskeðjunnar. Umfang 3 snýr að losun innan virðiskeðju fyrirtækja.
Þetta er í eðli sínu afar umfangsmikil greiningarvinna og kallar á samstarfs milli ólíkra hagaðila. Á deiglufundinum munum við heyra af áhugaverðum stafrænum lausnum sem leiða okkur áfram. Þá heyrum við af reynslu fyrirtækja sem farin eru af stað með greiningu á umfangi 3.
Á fundinum munu nokkur aðildarfélög Festu segja frá praktískum lausnum til að greina umfang 3 í rekstri og hjálpa okkur að safna saman upplýsingum sem snúa að virðiskeðjunni og umfangi 3.
Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni verður fundarstjóri og mun vera með stutt innslag um virðiskeðju Ölgerðarinnar.
Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála
Þröstur Þór Fanngeirsson, deildarstjóri hugbúnaðarlausna hjá Advania
Finnur Margeirsson, sérfræðingur / ESG analyst
Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar
🗓️ Miðvikudagurinn 27. nóvember kl. 11-12
Umfang 3 er sú losun sem verður hjá þriðja aðila vegna okkar starfsemi. Umfang 3 skiptist í svokallað ílag og frálag. Ílag er sú losun sem verður hjá þriðja aðila til að við getum stundað okkar starfsemi. Það á við um framleiðslu á íhlutum sem við þurfum í okkar framleiðslu, framleiðslu á vörum sem við seljum svo áfram, framleiðslu á vörum sem okkar starfsfólk þarf til að vinna sína vinnu, s.s. tölvubúnaður og ritföng. Auk þess er hér losun vegna þjónustu sem við þurfum s.s. þrif og mötuneytisþjónusta, losun hjá flutningsfyrirtækjum við að koma til okkar vörum, hjá flugrekendum við að koma okkar starfsfólki til útlanda eða hjá starfsfólkinu okkar við að mæta í vinnuna. Frálag er svo sú losun sem verður hjá þriðja aðila eftir að við höfum stundað okkar starfsemi t.d. við að koma vörunum okkar til viðskiptavina, losun sem verður hjá viðskiptavinum okkar við að nota og/eða farga vörunni okkar og hjá móttökuaðila úrgangs við urðun sorps eða við að moltugera lífræna úrganginn frá okkar starfsstöð.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is