30.10.2024 - 11:00-12:00
Deiglufundur - vottanir
@rafrænn viðburður
Hvernig má nota vottanir til að bæta ferla, auka gæði og vera öflugt verkfæri í að raungera sjálfbærnistefnu fyrirtækja?
Vottanir eru mikilvæg tæki fyrir fyrirtæki sem vilja bæta rekstur sinn, auka gæði og stuðla að sjálfbærni. Fyrirtæki velja sér mismunandi vottanir eftir því hvað hentar rekstri þeirra, framleiðslu eða þjónustu, og það er margt að velja úr.
Á næsta Deiglufundi munu sérfræðingar á þessu sviði ræða mikilvægi vottana og deila reynslu sinni. Hvort sem um ræðir rekstur, vörur, þjónustu eða aðra starfsemi, verður farið yfir hvernig vottanir geta nýst fyrirtækjum á árangursríkan hátt.
Við munum skoða ávinninginn af vottunum, áskoranir sem fylgja þeim og hvað er gott að hafa í huga þegar þær eru teknar upp. Þessi fundur mun veita innsýn í helstu vottanir og hvernig aðildarfélög Festu hafa nýtt þær í sínu starfi.
Fundurinn mun fjalla um vottanir tengdar hönnun og framleiðslu, auk vottana sem snúa að innkaupum og sölu.
Athugið að Deiglufundir eru aðeins opnir fyrir aðildarfélög Festu.
Við höldum reglulega rafræna fundi þar sem við tæklum málefni sem eru viðeigandi og aðkallandi í heimi sjálfbærni. Við ræðum það sem er í deiglunni – og því köllum köllum við þessa fundi Deiglufundi. Aðildarfélög Festu eru í hlutverki fræðara og deila sinni sérfræðiþekkingu til hinna um viðeigandi málefni.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is