20.03.2024 - 13:00-16:00
Í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum 2024, miðvikudaginn 20. mars, standa embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga, Festa - miðstöð um sjálfbærni og Endurmenntun Háskóla Íslands að málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 13:00 – 16:00.
Umfjöllunarefnið í ár beinist að ungu fólki en yfirskrift málþingsins er „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“. Áhersla þingsins í ár verður á vellíðan ungmenna og þátttöku þeirra á atvinnumarkaði.
Ísabella Ósk Másdóttir, samskiptastjóri Festu, verður með erindi á viðburðinum sem ber yfirskriftina Breyttar áherslur nýrra kynslóða á vinnumarkaði.
Nánari dagskrá verður birt síðar.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is