25.01.2024 kl. 13:00
Fundarstjóri: Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu
Dagskrá hefst kl. 13:00
➖ Tómas N. Möller, formaður Festu
Ávarp formanns
➖ Gunnar Sveinn Magnússon, sjálfbærnistjóri hjá Deloitte
Hugvekja
➖ Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team í viðtali hjá Unnsteini Manuel Stefánssyni, sjónvarps- og tónlistarmanni
👫 Tvegga manna tal #1
Tveir aðilar úr ólíkum áttum hittast uppi á sviði og velta fyrir sér stóru spurningunum. Þátttakendur hafa áhugaverðan og fjölbreyttan bakgrunn og mismunandi sýn á lífið og tilveruna. Þau verða kynnt til leiks síðar.
➖ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
👫 Tveggja manna tal #2
➖ Andri Guðmundsson, stofnandi Vaxa
👫 Tveggja manna tal #3
🎤 Berglind Festival tekur viðtöl við ýmsa aðila um sjálfbærni
☕️ Hlé ☕️
➖ Sandrine Dixon-Decléve, forseti The Club of Rome
👫 Tveggja manna tal #4
➖ Róbert Spanó, Meðeigandi Gibson, Dunn & Crutcher LLP og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu
👫 Tveggja manna tal #5
➖ Þórey Proppé, forstjóri og stofnandi Öldu
➖ Katie Hodgetts, stofnandi The Resilience Project
➖ Panelumræður með nokkrum fyrirlesurum ráðstefnunnar
Sandrine Dixon-Decléve, Andri Þór Guðmundsson, Andri Guðmundsson, Þórey Proppé og Katie Hodgetts
🎤 Berglind Festival.
Seinni hluti viðtala. Í þetta sinn kafar hún ofan í líffræðilega fjölbreytni.
✨ Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu
Lokaorð og samantekt fundarstjóra
Dagskrá lýkur formlega rúmlega 16:00.
🎉 Ekki fara strax - höfum gaman saman! ??
DJ Sigrún Skafta heldur uppi stuði
Janúarráðstefna Festu er helsti viðburður Festu og stærsti árlegi sjálfbærniviðburður á Íslandi.
Yfirskriftin Við skrifum mannkynssöguna, vísar í þau tímamót sem við stöndum frammi fyrir og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í rekstri og nýsköpun þegar kemur að sjálfbærni.
Aðalfyrirlesarar verða erlendir sem innlendir sjálfbærnileiðtogar sem við gætum ekki verið stoltari að hafa fengið með okkur til liðs. Þetta eru leiðtogar sem hafa lýst leiðina, sagt hlutina hreint út og tosað aðra með sér. Í ár ætlum að leggja áherslu á félagslega hluta sjálfbærninnar og draga fram tækifærin sem liggja í þeim áherslum.
Það verður einnig nóg af stuði, skemmtun og húmor.
Dagskráin verður kynnt nánar næstu vikur, en tveir af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar hafa nú verið kynntir hér að neðan.
Síðustu ár hefur verið uppselt á Janúarráðstefnuna og því hvetjum ykkur til að
tryggja ykkur miða sem fyrst.
Athugið að sérkjör eru á miðaverði fyrir starfsfólk aðildarfélaga Festu og háskólanema.
Sandrine Dixson-Decleve,
forseti The Club of Rome
Halla Tómasdóttir
forstjóri B Team
Sandrine Dixson-Decleve
Halla Tómasardóttir
Sandrine Dixson-Declève er alþjóðlegur leiðtogi og hefur um árabil verið leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sjálfbærri þróun, sjálfbærum fjármálum og kerfisbreytingum.
Sandrine hefur komið víða að og haft áhrif um allan heim. Þá er hún höfundur fjölmargra rita og gaf nú nýverið út bókina Earth for All: A Survival Guide for Humanity í slagtogi við hóp vísindafólks. Heimsfrægi vísindamaðurinn Johan Rockström, sem talaði á Janúarráðstefnu Festu 2022, er einn meðhöfunda bókarinnar sem fæst nú í Bóksölu stúdenta. Í bókinni eru dregin þau áhersluatriði sem mannkynið þarf að einblína sér að til þess að þrífast og dafna; orka, fæða, ójöfnuður, fátækt og mannfjöldaþróun.
Sandrine situr í nokkrum alþjóðlegum ráðum á vettvangi Evrópusambandsins og hefur síðan 2018 setið sem forseti The Club of Rome og er hún ásamt Maphela Ramphela fyrst kvenna til að sinna því embætti. The Club of Rome er samfélag fjölbreyttra hugsunarleiðtoga sem bera kennsl á heildrænar lausnir á flóknum alþjóðlegum málum og stuðla að stefnumótun og aðgerðum til að gera mannkyninu kleift að takast á við sínar stærstu áskoranir.
Þá er Sandrine í hópi sérstakra sendiherra Wellbeing Economy Alliance (weall.org), þar sem Ísland er eitt af leiðandi þjóðum.
Sandrine er áhrifamikill og hrífandi hugsuður og því er það sannur heiður að fá Sandrine til Íslands í janúar til þess að taka þátt í Janúarráðstefnu Festu.
Höllu Tómasar þarf vart að kynna, en það er óhætt að segja að Halla sé einn áhrifamesti Íslendingurinn á alþjóðavettvangi í dag. Halla er brautryðjandi leiðtogi sem á glæstan feril hér heima og á erlendis; framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, uppbygging Háskólans í Reykjavík, uppbyggingarverkefni eftir hrunið, verkefnin Auður í krafti kvenna og Auður Capital sett á fót, forsetaframboð, stjórnun í alþjóðlegum fyrirtækjum og margt, margt fleira.
Í dag er Halla forstjóri B Team sem er alþjóðlegur hópur leiðtoga sem fara fyrir breytingum og betri áherslum í viðskiptum, með velferð fólks og jarðarinnar í huga.
Halla gaf nýverið út bókina Hugrekki til að hafa áhrif. „Það býr leiðtogi innra með okkur öllum og eitt mikilvægasta verkefni lífsins er að gefa þessum leiðtoga rödd og áhrif,“ stendur í upphafi lýsingarinnar um bókina, en í henni deilir Halla reynslu úr lífi og starfi sem og sögum af fyrirtækjum og fólki sem hafa virkjað krafta sína til góðra verka og þannig náð bæði miklum árangri og fundið innri gleði.
Í tilefni Janúarráðstefnunnar mun Unnsteinn Manuel Stefánsson eiga innihaldsríkt og gefandi samtal við Höllu sem verður sýnt á ráðstefnunni.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is