7.09.2023
Kjölfestur Festu styðja sérstaklega við störf Festu á áratugi aðgerða 2020-2030 og efla þróun í átt að sjálfbæru atvinnulífi á Íslandi. Kjölfestuaðild felur í sér einnar milljón krónu framlag, til viðbótar við almennt árgjald.
Á hverju ári eiga forstjórar og tengiliðir Kjölfesta Festu innihaldsríkan, fróðlegan og skemmtilegan fund ásamt stjórn og starfsfólki Festu.
Kjölfestur Festu gegna veigamiklu leiðtogahlutverki í öllum störfum Festu á Áratugi aðgerða 2020-2030. Kjölfestur Festu gera okkur kleift að sinna brýnum verkefnum af meiri slagkrafti en áður, í þágu sjálfbærs atvinnulífs á Íslandi.
Kjölfestur Festu árið 2023 eru Arion Banki, Deloitte, KPMG, Landsvirkjun og Ölgerðin.
Fundurinn er haldinn í galleríinu sem er hluti af Höfuðstöðinni (gömlu karföflugeymslunum við Rafstöðvarveg). Rýmið er táknrænt fyrir fundinn, tilgang og markmið Festu. Þetta er rými sem hefur oftar en einu sinni fengið nýjan tilgang frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar, það er hrátt, fagurt, óklárað og felur í sér ótal tækifæri fyrir bjartari framtíð, rétt eins og sjálfbærnivegferðin.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is