30.08.2024 - 11:00
Náttúrunæring með Festu félögum
@Vífilsstaðarvatn
Fáum okkur ferskt loft saman og tökum LabbRabb.
Komdu í léttan og nærandi göngutúr við Vífilstaðavatn þar sem við ætlum að eiga óformlegt spjall ásamt því að fá leiðsögn frá landverði sem mun segja okkur frá svæðinu.
Á viðburðum Festu undanfarin ár höfum við séð hvað það gagnast tengiliðum Festu gífurega vel að fá rými til að kynnast hvert öðru, fá hugmyndir og geta speglað sig í ýmsum áskorunum sem við stöndum öll frammi fyrir. Hér er því um að ræða tækifæri fyrir nýja sem eldri meðlimi til þess að kynnast og tengjast. Í kjölfarið ætlum við svo að fá okkur hádegismat á Spírunni í Garðheimum, Álfabakka 6.
Setjum okkur saman í stellingar fyrir haustið. Mundu að skrá þig!
Hvar: Vífilstaðavatn, við litla timburskýlið -
https://maps.app.goo.gl/dzoMovU2CpYRh1hK7
Hvenær: Föstudaginn 30. ágúst kl. 11:00
Athugið að þessi viðburður er aðeins opinn fyrir aðildarfélög Festu.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is