06.06.2024 - 08:30-10:00
ÁTVR – Vínbúðin býður aðildarfélögum Festu á tengslafund á Stuðlaháls 2, 6. júní kl. 08:30 – 10:00.
Á fundinum munu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri og Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri taka á móti gestum og segja frá samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Sérstaklega verður farið í verkefni sem unnin eru með Norrænum áfengiseinkasölum. Loftslagsbókhald, lífsferilsgreining, líffræðileg fjölbreytni, hagnýt viðmiðunargreining á vottunarmerkjum, samfélagsmál og CSRD. Farið yfir langtímamarkmið og framtíðarsýn 2030 lengra fram í tímann. Norræn samvinna er lykill að árangri.
ÁTVR á í góðu samstarfi við aðrar norrænar áfengiseinkasölur. Samvinnan er mikilvæg því rekstur þeirra allra byggir á lýðheilsusjónarmiðum. Stefnan er að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar við framleiðslu áfengis og minnka umhverfisáhrif, bæði í aðfangakeðjunni og starfsemi fyrirtækjanna. Sameiginlega eru norrænu áfengiseinkasölurnar einn af stærstu kaupendum áfengra drykkja í heiminum. Mikilvægt er að tryggja eins og kostur er að vörur sem einkasölurnar selja séu framleiddar þannig að mannréttindi séu tryggð og framleiðslan hafi sem minnst umhverfisáhrif.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is